Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Ingólfur Þorleifsson boðaði forföll sín.
1.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081
Lagður er fram tölvupóstur Elísabetar Gunnarsdóttur, dags. 26. mars sl., varðandi val á listamanni fyrir Linköping vistaskiptin.
Atvinnu- og menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar tekur ákvörðun um að auglýsa eftir umsóknum myndlistarmanns frá Ísafjarðarbæ til vistaskipta í Linköping, Svíþjóð árið 2019. Hlutlaus aðili verður svo fenginn til að tilnefna listamenn til Menningarhússins í Linköping sem sér um lokaval listamanns til vistaskiptanna.
Gestir
- Elísabet Gunnarsdóttir - mæting: 15:00
2.Styrkir til menningarmála 2018 - 2018010012
Kynntar eru umsóknir aðila um styrk til menningarmála í vorúthlutun 2017.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna vorúthlutunar 2018. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 750.000,- til eftirfarandi umsækjenda:
Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða, útgáfa Vestfjarðarits VI, kr. 250.000,-.
Sunnukórinn, dagskrá fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands, kr. 200.000,- .
Ágúst Atlason, Ljósmyndasýning í Safnahúsinu, kr. 250.000,-.
Leikhópurinn Lotta, Leiksýning á Ísafirði 10. febrúar 2018, kr. 25.000,-.
Leikfélag Hólmavíkur, Leiksýning á Þingeyri - Halti Billi, kr. 25.000,-.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.
Útgáfufélag Búnaðarsambands Vestfjarða, útgáfa Vestfjarðarits VI, kr. 250.000,-.
Sunnukórinn, dagskrá fyrir 100 ára fullveldisafmæli Íslands, kr. 200.000,- .
Ágúst Atlason, Ljósmyndasýning í Safnahúsinu, kr. 250.000,-.
Leikhópurinn Lotta, Leiksýning á Ísafirði 10. febrúar 2018, kr. 25.000,-.
Leikfélag Hólmavíkur, Leiksýning á Þingeyri - Halti Billi, kr. 25.000,-.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur bæjarritara að tilkynna styrkveitingar og skilyrða útgreiðslu því að búið sé að skila lokaskýrslu vegna fyrri verkefna styrkþega, sé um slíkt að ræða.
3.Virðisaukinn - 2013110016
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveður hver hljóti virðisaukann árið 2017.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað útnefningu virðisaukans árið 2017. Nefndin leggur til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fari fram með hátíðlegri athöfn við upphaf næsta bæjarstjórnarfundar.
Fundi slitið - kl. 16:20.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?