Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
140. fundur 04. desember 2017 kl. 15:00 - 16:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir varamaður
  • Björn Davíðsson formaður
  • Bryndís Ásta Birgisdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Þrettándinn og Kómedíuleikhúsið - 2017100022

Elfar Logi Hannesson mætir á fund nefndarinnar til að ræða mögulega aðkomu Kómedíuleikhússins að þrettándagleði.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að samið verði við Kómedíuleikhúsið um að sjá um skemmtun á þrettándanum árið 2018 á Ísafirði.
Elfar Logi Hannesson, yfirgefur fundinn kl. 15:12.

Gestir

  • Elfar Logi Hannesson - mæting: 15:00

2.Vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og Linköping - 2017030081

Lagt er fram bréf Elísabetar Gunnarsdóttur, forstöðumanns ArtsIceland, dags. 1. nóvember sl., ásamt fylgiskjölum, varðandi vistaskipti listamanna í Ísafjarðarbæ og vinabæjarins Linköping.
Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í vistaskipti listamanna, þannig að tekið sé á móti einum listamanni á árinu 2019 frá vinabæ Ísafjarðarbæjar Linköping. Nefndin leggur til við bæjarráð að gerður verði samningur við Linköping um að taka á móti gesti í vistaskipti árið 2019, þar sem m.a. kæmi fram að Ísafjarðarbær styrkti verkefnið um kr. 500.000,- á árinu 2019.

Gestir

  • Elísabet Gunnarsdóttir - mæting: 15:13

3.Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025

Umræður um áhersluverkefni atvinnu- og menningarmálanefndar.
Ræddar voru tillögur um að móta menningarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ.
Elísabet Gunnarsdóttir yfirgaf fundinn kl. 15:49.

Fundi slitið - kl. 16:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?