Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2015100010
Umræður um mögulegar breytingar á tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ.
Í ljósi umræðna á fundinum taldi atvinnu- og menningarmálanefnd rétt að áherslan eigi að vera á barnaskemmtun við tendrun jólaljósa í sveitarfélaginu. Upplýsingafulltrúa falið að vinna eftir því við næstu tendrun.
Hálfdán Bjarki yfirgefur fundinn kl. 15:11.
Gestir
- Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 15:00
2.Stefnumótun um Vestfirsk ferðamál 2016-2020 - 2016110014
Á 953. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur, verkefnastjóra stefnumótunarvinnu fyrir ferðamál á Vestfjörðum, dagsettur 10. nóvember sl., þar sem óskað var eftir því að Ísafjarðarbær tæki til umfjöllunar stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020.
Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.
Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.
Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar vinnunni sem hefur verið lögð í stefnumótunina og leggur til við bæjarráð að unnið verði eftir stefnunni og að þeim verkefnum er að sveitarfélaginu lúta. Nefndin telur vert að skoða sérstaklega merkingar og upplýsingaskilti í sveitarfélaginu.
3.Virðisaukinn - 2013110016
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveði hver hljóti virðisaukann árið 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað útnefningu virðisaukans árið 2016. Nefndin leggur til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fari fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar 2017.
4.Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025
Almennt um verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd fór yfir atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar sem útgefin var 2014 og skoðaði verkefni henni tengd.
Fundi slitið - kl. 16:37.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?