Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
135. fundur 14. desember 2016 kl. 15:00 - 16:37 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Davíðsson formaður
  • Bryndís Ásta Birgisdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2015100010

Umræður um mögulegar breytingar á tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ.
Í ljósi umræðna á fundinum taldi atvinnu- og menningarmálanefnd rétt að áherslan eigi að vera á barnaskemmtun við tendrun jólaljósa í sveitarfélaginu. Upplýsingafulltrúa falið að vinna eftir því við næstu tendrun.
Hálfdán Bjarki yfirgefur fundinn kl. 15:11.

Gestir

  • Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi - mæting: 15:00

2.Stefnumótun um Vestfirsk ferðamál 2016-2020 - 2016110014

Á 953. fundi bæjarráðs var lagður fram tölvupóstur Magneu Garðarsdóttur, verkefnastjóra stefnumótunarvinnu fyrir ferðamál á Vestfjörðum, dagsettur 10. nóvember sl., þar sem óskað var eftir því að Ísafjarðarbær tæki til umfjöllunar stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu 2016-2020.
Bæjarráð vísaði málinu til umfjöllunar í atvinnu- og menningarmálanefnd.
Atvinnu- og menningarmálanefnd fagnar vinnunni sem hefur verið lögð í stefnumótunina og leggur til við bæjarráð að unnið verði eftir stefnunni og að þeim verkefnum er að sveitarfélaginu lúta. Nefndin telur vert að skoða sérstaklega merkingar og upplýsingaskilti í sveitarfélaginu.

3.Virðisaukinn - 2013110016

Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveði hver hljóti virðisaukann árið 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað útnefningu virðisaukans árið 2016. Nefndin leggur til við bæjarráð að afhending Virðisaukans fari fram á fyrsta bæjarstjórnarfundi Ísafjarðarbæjar 2017.

4.Verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar - 2014110025

Almennt um verkefni atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd fór yfir atvinnumálastefnu Ísafjarðarbæjar sem útgefin var 2014 og skoðaði verkefni henni tengd.

Fundi slitið - kl. 16:37.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?