Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Viðurkenningin Sómi Ísafjarðar - 2016030004
Tillaga Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa, varðandi viðurkenninguna Sómi Ísafjarðarbæjar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram.
2.17. júní 2016 - 2015100011
Umræður um 17. júní og aðkomu Kómedíuleikhússins að hátíðinni.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hafnar tilboði Kómedíuleikhússins frá 25. janúar sl., um sérstaka viðbótar dagskrá á 17. júní hátíðarhöldunum. Kómedíuleikhúsið kemur þó að venju að hátíðarhöldunum með leikatriði í samræmi við samstarfssamning Kómedíuleikhússins og Ísafjarðarbæjar.
Ólöf Dómhildur Jóhannesdóttir vék af fundi undir þessum lið.
3.Styrkir til menningarmála 2016 - 2016020039
Lagðar eru fram umsóknir um styrki til menningarmála 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir eftirfarandi styrki til menningarmála vor 2016:
Ómar Smári Kristinsson, gerð teiknimyndasögu byggðri á Gísla sögu Súrssonar, kr. 125.000,-.
Kvennakór Ísafjarðar, útgáfa hljómdisks í tilefni 10 ára afmælis kórsins, kr. 100.000,-.
Edinborgarhúsið, sýning á leikritinu Flóð, kr.
125.000,-.
Þjóðbúningafélag Vestfjarða, 150 einstaklingar í þjóðbúningi í tilefni af 150 ára afmæli Ísafjarðarbæjar, kr. 75.000,-.
Gunnar Jónsson, 4horn á sjó, kr. 125.000,-.
LÚR, LÚR festival 2016, kr. 100.000,-.
Marsibil G. Kristjánsdóttir, Gísla saga á refil, kr. 100.000,-.
Til ráðstöfunar að þessu sinni voru kr. 750.000,-.
Ómar Smári Kristinsson, gerð teiknimyndasögu byggðri á Gísla sögu Súrssonar, kr. 125.000,-.
Kvennakór Ísafjarðar, útgáfa hljómdisks í tilefni 10 ára afmælis kórsins, kr. 100.000,-.
Edinborgarhúsið, sýning á leikritinu Flóð, kr.
125.000,-.
Þjóðbúningafélag Vestfjarða, 150 einstaklingar í þjóðbúningi í tilefni af 150 ára afmæli Ísafjarðarbæjar, kr. 75.000,-.
Gunnar Jónsson, 4horn á sjó, kr. 125.000,-.
LÚR, LÚR festival 2016, kr. 100.000,-.
Marsibil G. Kristjánsdóttir, Gísla saga á refil, kr. 100.000,-.
Til ráðstöfunar að þessu sinni voru kr. 750.000,-.
4.Bæjarlistamaður 2016 og 2017 - 2016040065
Rætt um tilnefningu og afhendingu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2016.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur tekið ákvörðun um hver hljóti nafnbótina bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar 2016. Tilnefningin verður kynnt á hátíðardagskrá á Hrafnseyri 17. júní.
Hálfdán Bjarki yfirgaf fundinn kl. 16:20.
Fundi slitið - kl. 17:12.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?