Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
129. fundur 14. desember 2015 kl. 16:00 - 16:32 Í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.
Nefndarmenn
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Davíðsson formaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Ingólfur Þorleifsson mætti ekki til fundarins og enginn varamaður í hans stað.

1.Samningur Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um atvinnuþróunarverkefni. - 2010080057

Starfsmaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mætir til fundarins með tillögur að verkefnum vegna samnings Ísafjarðarbæjar og Atvinnuþróunarfélagsins um atvinnuþróunarverkefni.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða verði veittar kr. 1.000.000,- af framlagi samnings milli Ísafjarðarbæjar og Atvest um atvinnuþróunarverkefni árið 2015 og kr. 1.000.000,- af framlagi samkvæmt samningnum til Atvest árið 2016.
Shiran Þórisson yfirgaf fundinn kl. 16:15

Gestir

  • Shiran Þórisson, forstöðumaður Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mætti til fundarins - mæting: 16:00

2.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069

Tekið upp frá síðasta fundi nefndarinnar. Ákveðið var að kalla til fundar þá sem hefðu uppi hugmyndir um hvernig hægt væri að nýta húsið til framtíðar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu Engi, sbr. minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember að gerðum þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:32.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?