Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Styrkir til menningarmála 2015 - 2015020020
Lagðar eru fram umsóknir 8 aðila um styrk til menningarmála í vorúthlutun 2015.
2.Frumkvöðlastyrkir 2014 - 2014030013
Á 122. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar kynnti nefndin sér framkvæmd frumkvöðlastyrkja Ísafjarðarbæjar og taldi rétt að vinna að endurskoðun fyrirkomulags frumkvöðlastyrkja, nefnir sem dæmi að leggja áherslu á einyrkja og atvinnuþátttöku kvenna.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ákveður að kalla til fulltrúa frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði og Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á næsta fund atvinnu- og menningarmálanefndar.
3.Bæjarlistamaður 2014 og 2015 - 2014120012
Reglur um bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar teknar til umræðu.
Atvinnu- og menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingar atvinnu- og menningamálanefndar á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.
4.Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069
Lögð er fram beiðni bæjarstjóra um að skoða mögulegar leiðir við nýtingu hússins Engi, Ísafirði.
Atvinnu- og menningamálanefnd fór í heimsókn í húsið Engi, Ísafirði sem er í eigu Ísafjarðarbæjar. Atvinnu- og menningarmálanefnd skoðar hvort ráðlagt sé að nýta húsið fyrir listamenn eða nýsköpun. Ákveðið var að kalla til fundar þá sem hefðu uppi hugmyndir um hvernig hægt væri að nýta húsið til framtíðar. Málinu er því frestað og verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Elísabet Gunnarsdóttir, Uppbygging Gallerís Úthverfu, kr. 50.000,- upp í gerð kynningarefnis.
Gospelkór Vestfjarða, Vortónleikar, kr. 50.000,-
Sunnukór Ísafjarðar, Gerð heimildarmyndar, kr. 80.000,-
Undirbúningsnefnd LÚR-festival, Listahátíðin LÚR, kr. 120.000,-
Leikdeild Höfrungs á Þingeyri, Uppsetning á Galdrakarlinum í Oz, kr. 200.000,-
Ópera Vestfjarða, Eitthvað sem lokkar og seiðir, kr. 50.000,-
Leikfélagið Hallvarður Súgandi, Herra Kolbert, kr. 200.000,-