Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
123. fundur 10. desember 2014 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir aðalmaður
  • Björn Davíðsson formaður
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Stefanía Ásmundsdóttir var viðstödd fundinn í síma.

1.Verkefni atvinnumálanefndar - 2014110025

Aðilar atvinnulífsins.
Nefndarmenn ræða m.a. um þörf fyrir almenningssamgöngur og atvinnuhúsnæði fyrir einyrkja.

2.Vestfirðir - Stöðugreining 2014 - 2014110051

Lögð er fram til kynningar stöðugreining Byggðastofnunar á Vestfjörðum árið 2014, útgefin 14. nóvember 2014.
Lögð fram til kynningar.

3.Styrkir til menningarmála 2014 - 2014020060

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2014. Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 500.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

Fjölnir Már Baldursson, Minningartónleikar Ólafs Guðmundssonar með BG flokknum, kr. 150.000,-
Kvennakór Ísafjarðar, jólatónleikar, kr. 100.000,-
Jón Þórðarson, Kátir voru karlar á Kútterum, kr. 100.000,-
Menningarmiðstöðin Edinborg, LÚR festival, 100.000,-
Arnaldur Máni, Okkar eigin höfundarsmiðja á Flateyri, kr. 50.000,-

4.Virðisaukinn - 2013110016

Atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað hver skyldi hljóta virðisaukann árið 2014. Nefndin felur bæjarritara að finna heppilega dagsetningu fyrir afhendingu virðisaukans.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson mætti til fundarins undir þessum lið kl. 15:48 og yfirgaf fundinn kl. 15:53.

5.Bæjarlistamaður 2014 og 2015 - 2014120012

Lagðar eru fram til umfjöllunar reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd ræddi málið og felur bæjarritara að leggja þær hugmyndir sem ræddar voru á fundinum undir bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?