Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
174. fundur 02. október 2024 kl. 13:00 - 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varamaður
  • Anna Sigríður Ólafsdóttir varamaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.100 ára afmæli Safnahúss - 2024090079

Umræður um skipulag afmælishátíðar 100 ára afmælis Safnahússins á Ísafirði, 17. júní 2025, og viðburði árið 2025 í tilefni afmælisins.
Umræður um 100 ára afmælishátíð Safnahússins á Ísafirði árið 2025 og hugmyndir að viðburðahaldi ræddar. Nefndin mun taka málið aftur fyrir síðar í haust.
Edda Björg og Guðfinna yfirgáfu fund kl. 13.30.

Gestir

  • Guðfinna Hreiðarsdóttir, forstöðumaður Héraðsskjalasafns, ljósmyndasafns og Listasafns Ísafjarðar - mæting: 13:00
  • Edda Björg Kristmundsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Ísafjarðar - mæting: 13:00

2.Bæjarlistamaður 2024 - 2024090094

Lögð fram vinnugögn vegna útnefningar bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2023, en 41 tilnefning barst um 14 mismunandi listamenn
Menningarmálanefnd tók ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2024. Stefnt er að því að útnefning fari fram á Veturnóttum 2024.

Menningarmálanefnd tók ákvörðun um að veita jafnframt heiðursverðlaun í þágu menningarmála í Ísafjarðarbæ.

3.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2018110044

Lagt fram minnisblað upplýsingafulltrúa, Tinnu Ólafsdóttur, dags. 30. september 2024, þar sem dagsetningar og fyrirkomulag tendrunar jólaljósa á jólatrjám í Ísafjarðarbæ árið 2024 er kynnt fyrir nefndinni.
Tillögur að dagsetningum eru:
23. nóvember, laugardagur: Suðureyri
24. nóvember, sunnudagur: Þingeyri
30. nóvember, laugardagur: Ísafjörður
1. desember, sunnudagur: Flateyri
Menningarmálanefnd samþykkir fyrirkomulag tendrana jólaljósa 2024.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?