Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
171. fundur 07. mars 2024 kl. 12:00 - 12:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Tinna Ólafsdóttir víkur af fundi undir lið nr. 1.

1.Styrkir til menningarmála 2024 - 2024010011

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála, vegna úthlutunar 2024. Alls bárust 16 umsóknir. Til úthlutunar eru 3.000.000 kr.
Menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 3.000.000,- til eftirfarandi 14 umsækjenda:

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir, f.h. Földu ehf., vegna skapandi fjölskyldusmiðju fyrir páska, kr. 210.000.
Fjölnir Már Baldursson, vegna kvikmyndarinnar Ótta, kr. 250.000.
Greipur Gíslason, f.h. Við Djúpsins ehf., vegna Tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið,
kr. 250.000.
Steingrímur Rúnar Guðmundsson, f.h. The Pigeon International Film Festival, vegna PIFF 2024, kr. 250.000.
Greta Lietuvninkaité-Suscické, vegna Write It Out ritlistarstúdíó, kr. 95.000.
Margeir Haraldsson Arndal, f.h. Lýðskólans á Flateyri, vegna sumarhátíðar Lýðflat, kr. 250.000.
Halla Ólafsdóttir, vegna útsýnisveggs vegglistaverks, kr. 240.000.
Elísabet Gunnarsdóttir, f.h. Kol og salt, vegna sýninga- og viðburðadagskrá í Úthverfu, kr. 250.000.
Guðrún Helga Sigurðardóttir, f.h. Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði, vegna sólrisuleikrits Menntaskólans á Ísafirði, kr. 250.000.
Gunnar Ingi Hrafnsson, f.h. Litla leikklúbbsins, vegna leiksýningar haustið 2024, kr. 250.000.
Steinunn Ása Sigurðardóttir, f.h. Leikfélags Flateyrar, vegna leiksýningar haustið 2024, kr. 250.000
Sandra Borg Bjarnadóttir, f.h. Snadra ehf., vegna skapandi vinnustofa, kr. 200.000.
Þorgils Óttarr Erlingsson, f.h. Snadra ehf., vegna námskeiðs í silkiprentun, kr. 105.000.
Maksymilian Haraldur Frach, vegna Brú - tónlist fyrir eldri borgara, kr. 150.000.
Tinna Ólafsdóttir kom aftur inn á fund kl. 12.30.

2.Styrkir til menningarmála 2023 - 2023020064

Lagðar fram til kynningar greinargerðir frá Maksymilian Haraldi Frach v. Copin tónlistar fyrir eldri borgara, Dóru Jónasdóttur vegna leiksýningarinnar Annie, Litla leikklúbbnum vegna Fiðlarans á þakinu, Björgu Sveinbjörsdóttur vegna myndlistarsýningar, Við Djúpið vegna tónlistarhátíðar, Steingrími Rúnari Guðmundssyni vegna PIFF kvikmyndahátíðar, Elísabetu Gunnarsdóttur vegna Galleri Úthverfu, og Elísabet Gunnarsdóttur vegna Vetrarljósa á Veturnóttum, en umrædd verkefni fengu menningarstyrki árið 2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Samstarfssamningur - Kómedíuleikhúsið - 2005090047

Lögð fram til kynningar skýrsla Kómedíuleikhússins vegna starfsársins 2023.
Lagt fram til kynningar.

4.Málstefna Ísafjarðarbæjar - 2023090020

Á 1254. fundi bæjarráðs, þann 11. september 2023, var lagt fram erindi innviðaráðuneytisins, dags. 5. september 2023, um hvatningu til sveitarstjórna um mótun málstefnu, í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga. Var jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 6. september 2023, vegna málsins.

Bæjarráð samþykkti að hafin verði vinna við gerð málstefnu og felur bæjarstjóra að vinna málið áfram. Málið var aftur tekið fyrir á 1271. fundi bæjarráðs, þar sem drög að málstefnu Ísafjarðarbæjar voru lögð fram.

Var málinu vísað til umsagnar menningarmálanefndar, og eru nú lögð fram uppfærð drög.
Menningarmálanefnd fagnar setningu málstefnu fyrir sveitarfélagið og gerir ekki athugasemdir við framkomin drög.

5.Ársskýrsla Bókasafns Ísafjarðar 2023 - 2024030023

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Bókasafns Ísafjarðar 2023.
Menningarmálanefnd fagnar framkominni ársskýrslu og færir starfsmönnum hrós fyrir fallega framsetningu og góð efnistök.

6.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns, ljósmyndasafns og listasafns 2023 - 2024030024

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins og ljósmyndasafns Ísafjarðar, auk ársskýrslu Listasafns Ísafjarðar 2023.
Menningarmálanefnd fagnar framkominni ársskýrslu Hérðaðsskjalasafns og ljósmyndasafns Ísafjarðar og færir starfsmönnum hrós fyrir fallega framsetningu og góð efnistök.

Sérstakt hrós er veitt til starfsmanns listasafns Ísafjarðar fyrir öfluga starfsemi safnsins síðustu misseri.

Fundi slitið - kl. 12:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?