Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
167. fundur 15. mars 2023 kl. 12:00 - 13:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
  • Hjördís Þráinsdóttir
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá
Hjördís Þráinsdóttir ritar fyrsta lið fundarins vegna vanhæfis Bryndísar Óskar Jónsdóttur og Tinnu Ólafsdóttur.

1.Styrkir til menningarmála 2023 - 2023020064

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála, vegna úthlutunar 2023. Alls bárust 24 umsóknir.
Teknar eru til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrk vegna úthlutunar 2023. Alls bárust 24 umsóknir.

Menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 2.500.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

Jóhanna Eva Gunnarsdóttir f.h. Falda - Námskeið í bangsagerð fyrir börn - 200.000
Steingrímur Rúnar Guðmundsson - PIFF Kvikmyndahátíð - 250.000
Sigrún Aðalheiður Aradóttir f.h. Leikfélags MÍ - Söngleikurinn Rocky Horror - 250.000
Elísabet Gunnarsdóttir f.h. Kol & salt/Gallerí Úthverfa - Sýningardagskrá í Gallerí Úthverfu 2023 - 200.000
Elísabet Gunnarsdóttir f.h. Kol & salt - Vetrarljós á Veturnóttum - 250.000
Steinunn Ása Sigurðardóttir f.h. Leikfélags Flateyrar - Uppsetning á farsa - 250.000
Gunnar Ingi Hrafnsson f.h. Litla leikklúbbsins - Uppsetning á söngleik í samstarfi við TÍ - 250.000
Björg Sveinbjörnsdóttir
- Myndlistarsýning - 150.000
Greipur Gíslason - Við Djúpið Tónlistarhátíð - 250.000
Lísbet Harðardóttir f.h. Heimabyggðar - Ukulelenámskeið fyrir börn - 100.000
Halldóra Jónasdóttir f.h. Leiklistarhóps Halldóru - Uppsetning á söngleik haustið 2023 - 200.000
Maksymilian Haraldur Frach f.h. Fryderic Chopin tónlistarfélagsins - Tónlist fyrir eldri borgara - 150.000
Hjördís Þráinsdóttir víkur af fundi kl 12:40 og Bryndís Ósk Jónsdóttir tekur við sem ritari.

2.Verksamningur um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2023-2025 - 2023030073

Lagður fram til samþykktar verksamningur Ísafjarðarbæjar við Auðlist ehf., um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2023-2025.

Jafnframt lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. mars 2023, vegna málsins.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja verksamning Ísafjarðarbæjar við Auðlist ehf., um umsjón og framkvæmd hátíðahalda á vegum Ísafjarðarbæjar, árshátíðar og starfsmannadags árin 2023-2025.

Gestir

  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi - mæting: 12:40

3.Karamelluregn - 2023030074

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálsviðs, dags. 14. mars 2023, vegna notkunar lítilla flugvéla við karamelluregn á skíðaviku og 17. júní hjá Ísafjarðarbæ.

Jafnframt lagt fram til kynningar samkomulag milli Kristjáns Þórs Júlíussonar, f.h. Ísafjarðarkaupstaðar, og Arnar Ingólfssonar, f.h. flugáhugamanna á Ísafirði, dags. 7. maí 1996, um að sveitarfélagið veiti árlegan styrk til starfseminnar að jafnvirði álögðum fasteignagjöldum vegna flugskýlis félagsins. Á móti muni félagið annast ýmis atriði í uppákomum á vegum bæjarfélags sem krefjast notkunar lítilla flugvéla. Samningurinn er ótímabundinn, en uppsegjanlegur með 6 mánaða fyrirvara, og miðast við áramót.
Menningarmálanefnd samþykkir að hætta alfarið að nota flugvélar til karmelluregns á hátíðum og viðburðum hjá Ísafjarðarbæ, en nefndin leggur áherslu á að þessi skemmtilega og gamla hefð verði áfram við lýði, í nýrri mynd.

Menningarmálanefnd leggur til við bæjarráð að samþykkja að segja upp samningi við Flugáhugamannafélag á Ísafirði, um styrk að fjárhæð fasteignagjalda hvers árs á flugskýli á Ísafjarðarflugvelli, fnr. 212-0980, gegn greiðslu í formi þess að annast ýmiss atriði á uppákomum á vegum sveitarfélagsins sem krefjast notkunar lítilla flugvéla.

4.Samningur um rekstur upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri 2023 - 2022110030

Lögð fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 14. mars 2023, vegna málsmeðferðar máls um rekstur upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri 2023 (málsnr. 2022110030).

Jafnframt lögð fram til kynningar drög að þjónustukaupasamningi við Koltru fyrir sumarið 2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða 2022 - 2023010089

Á 1226. fundi bæjarráðs, þann 16. janúar 2022, var lögð fram til kynningar ársskýrsla Byggðasafns Vestfjarða fyrir árið 2022, dagsett í janúar 2023, unnin af Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni.

Bæjarráð vísaði ársskýrslunni til kynningar í menningarmálanefnd.
Lagt fram til kynningar.

6.Styrkir til menningarmála 2022 - 2021110024

Lagðar fram til kynningar greinargerðir Heimabyggðar, annars vegar vegna "Virkrar hlustunar" um páksa og á Veturnóttum, og hins vegar vegna samstarfs við Menntaskólann á Ísafirði, undir heitinu "Kynslóðir sameinast", en umrædd verkefni fengu menningarstyrki árið 2022.
Lagt fram til kynningar.
Tinna yfirgaf fund kl. 13.10.

Fundi slitið - kl. 13:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?