Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
165. fundur 11. október 2022 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Einar Geir Jónasson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Siðareglur kjörinna fulltrúa 2022 - 2022070005

Á 497. fundi bæjarstjórnar, þann 1. september 2022, voru samþykktar uppfærðar siðareglur kjörinna fulltrúa Ísafjarðarbæjar.

Eru siðareglurnar nú lagðar fram til kynningar fyrir nefndinni.
Lagt fram til kynningar.

2.Reglur um bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar - breytingar 2022 - 2022080079

Á 164. fundi menningarmálanefndar var lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 26. ágúst 2022, vegna útnefningar bæjarlistamanns 2022. Menningarmálanefnd fól starfsmanni að uppfæra reglur um bæjarlistamann í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir nefndina.

Eru nú lagðar fram til samþykktar nýjar reglur um bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar, svo og minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 31. ágúst 2022, vegna málsins.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja nýjar reglur um bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar.

3.Bæjarlistamaður 2022 - 2022080021

Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 26. september 2022, vegna útnefningar bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2022.
Menningarmálanefnd tók ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2022. Útnefningin fer fram á Veturnóttum 22. október 2022.

4.Menningarstefna Ísafjarðarbæjar - 2021050083

Lögð fram til samþykktar aðgerðaáætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar, sem samþykkt var á 493. fundi bæjarstjórnar þann 7. apríl 2022.
Menningarmálanefnd vísar aðgerðaáætlun með menningarstefnu Ísafjarðarbæjar til samþykktar í bæjarstjórn.

5.Skýrslur ferðamála á Þingeyri - 2020090099

Lögð fram til kynningar skýrsla Jónínu Hrannar Símonardóttur, formanns Handverkshópsins Koltru, dags. 16. september 2022, vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

6.Styrkir til menningarmála 2022 - 2021110024

Kynnt minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 7. október 2022, vegna greinargerða handhafa menningarstyrkja 2022. Einnig kynntar fjórar greinargerðir; Stelpur spila, Abba Tribute, Víkingahátíð á Þingeyri, og Við Djúpið.
Lagt fram til kynningar.

7.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2018110044

Upplýsingafulltrúi mætir til fundar til að ræða fyrirkomulag tendrunar jólaljósa hjá Ísafjarðarbæ 2022.
Menningarmálanefnd ræðir fyrirkomulag tendrunar jólaljósa hjá Ísafjarðarbæ.
Nefndin samþykkir að tendrun fari fram þann 26. nóvember á Ísafirði, þann 27. á Suðureyri, þann 3. desember á Þingeyri og þann 4. desember á Flateyri.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?