Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
164. fundur 30. ágúst 2022 kl. 12:45 - 14:10 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir varaformaður
  • Pétur Óli Þorvaldsson varamaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.17. júní hátíðahöld - 2019060003

Lögð fram skýrsla Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 23. júní 2022, um hátíðahöld á þjóðhátíðardaginn 2022.
Menningarmálanefnd tekur undir tillögur samkvæmt minnisblaði, þ.e. að sérstök nefnd verði skipuð til að halda utan um vinnu körfuknattleiksdeildar Vestra, þ.á.m. kassabílarallý, að pikknikk tónleikar verði fastur liður, keypt verði burðarbelti fyrir fána, farið verði betur yfir gönguleið skrúðgöngu, gera langtímasamning um hátíðahöldin, og að endurskoða framkvæmd karamelluregns.

Nefndin felur starfsmanni að vinna að drögum að langtímasamningi um hátíðahöldin.

Gestir

  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi - mæting: 12:45

2.Bæjarlistamaður 2022 - 2022080021

Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 26. ágúst 2022, vegna útnefningar bæjarlistamanns 2022.
Menningarmálanefnd felur starfsmanni að uppfæra reglur um bæjarlistamann í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir nefndina.

3.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Lagt fram til kynningar erindisbréf menningarmálanefndar, samþykkt 4. júlí 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram til samþykktar gjaldskrá 2023 vegna safna Ísafjarðarbæjar.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja gjaldskrá safna Ísafjarðarbæjar 2023.

5.Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. ágúst 2022, vegna framkvæmdaáætlunar 2023-2033.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaáætlun ársins 2023-2033 í samræmi við minnisblað sviðsstjóra.

6.Menningarstefna Ísafjarðarbæjar - 2021050083

Lagt fram á nýjan leik minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, dags. 25. mars 2022, um menningarstefnu Ísafjarðarbæjar, en þar segir að ein og sér standi menningarstefna Ísafjarðarbæjar í tómarúmi. Henni þurfi að fylgja áætlun um aðgerðir og fjármuni til góðra verka. Það er því einlæg ósk menningarmálanefndar, starfsmanna Ísafjarðarbæjar og listafólks í Ísafjarðarbæ, að nýskipuð bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykki aðgerðaáætlun til næstu ára.

Þá er lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, dags. 27. ágúst 2022, um framhald vinnu við menningarstefnu Ísafjarðarbæjar og aðgerðaáætlunar.
Umræður um næstu skref vinnu við aðgerðaáætlun með menningarmálanefnu Ísafjarðarbæjar.

7.Kvikmyndahátíðin PIFF - 2022070028

Á 1204. fundi bæjarráðs, þann 11. júlí 2022, var lagt fram bréf Fjölnis Más Baldurssonar, dags. 1. júlí 2022, þar sem óskað er eftir langtíma styrktarsamningi við Ísafjarðarbæ vegna kvikmyndahátíðarinnar The Pigeon International Film Festival (PIFF), sem haldin verður 13. - 17. október, en hátíðin er árlegur viðburður.

Bæjarráð vísaði málinu til menningarmálanefndar til afgreiðslu.
Menningarmálanefnd felur starfsmanni að setja sig í samband við umsækjanda til að fá frekari upplýsingar um hátíðina og fjárhagsmálefni hennar.

Fundi slitið - kl. 14:10.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?