Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
163. fundur 28. mars 2022 kl. 13:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir Bæjarritari
Dagskrá

1.Menningarstefna Ísafjarðarbæjar - 2021050083

Lögð fram til samþykktar menningarstefna Ísafjarðarbæjar 2022-2032, auk þess sem lagt er fram til kynningar yfirlit með stefnunni, kortlagning menningarmála í Ísafjarðarbæ, drög að hugmyndabanka fyrir aðgerðaáætlun og minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 25. mars 2022, vegna málsins.
Menningarmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja menningarstefnu Ísafjarðarbæjar 2022-2032.

Menningarmálanefnd felur starfmanni að vinna áfram að aðgerðaáætlun með menningarstefnunni, til samþykktar í bæjarstjórn, samhliða fjárhagsáætlun 2023.
Skúli yfirgaf fund kl. 13.45.

Gestir

  • Skúli Gautason, menningarfulltrúi Vestfjarðastofu - mæting: 13:00
  • Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi - mæting: 13:00

2.Styrkir til menningarmála 2022 - 2021110024

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála, vegna úthlutunar 2022. Alls bárust 15 umsóknir.
Teknar eru til afgreiðslu umsóknir um menningarstyrk vegna úthlutunar 2022. Alls bárust 15 umsóknir.

Menningarmálanefnd samþykkir að úthluta menningarstyrkjum, samtals að fjárhæð kr. 2.400.000,- til eftirfarandi umsækjenda:

F. Chopin Tónlistarfélagið á Íslandi - Brúð 2022 - kr. 140.000
Jamie Lai Boon Le - Fine Foods Islandica - kr. 200.000
Greipur Gíslason - Við Djúpið - kr. 200.000
Heimabyggð - Páskar og Veturnætur - kr. 250.000
Jón Hallfreð Engilbertsson - Abba tribute - kr. 200.000
Heimabyggð / Menntaskólinn á Ísafirði - Kynslóðir sameinaðar - kr. 100.000
Katrín Sesselja Einarsdóttir - Stelpur spila - kr. 200.000
Svanhildur Garðarsdóttir - Hátíð fer í hönd - kr. 80.000
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir - Umhverfing - kr. 100.000
Allt Kollektív - Listasmiðjur Flateyri - kr. 130.000
Leikfélag Flateyrar - leiksýning í fullri lengd - kr. 250.000
Leikfélag Menntaskólinn á Ísafirði - Ekki um ykkur sýning - kr. 50.000
Víkingar á Vestfjörðum - Víkingahátíð á Þingeyri - kr. 250.000
Fjölnir Már Baldursson - Piff alþjóðleg kvikmyndahátíð á Ísafirði - kr. 250.000

3.Styrkir til menningarmála 2021 - 2021020098

Lagðar fram til kynningar fjórar greinargerðir um framkvæmd þeirra menningarmála sem styrkt voru í úthlutun menningarmálanefndar árið 2021, en um er að ræða greinargerðir Allt kollektívt, Alþjóðleg kvikmyndahátíð (The Pigeon International Film Festival), Kvennakór Ísafjarðar og Virk hlustun á Heimabyggð.

Lagt fram til kynningar.

4.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Lögð fram greinargerð Bergþórs Pálssonar vegna úthlutunar menningarstyrks vegna Hádegistónleika sem haldnir voru í október 2021, en styrk var úthlutað árið 2020, og fékkst heimild til að nýta styrkinn ári síðar, vegna samkomutakmarkana.

Jafnframt lögð fram greinargerð Sæbjargar Freyju Gísladóttur sem fékk úthlutuðum styrk vegna bókaútgáfu í fyrri úthlutun 2020 en fékk síðar leyfi til að breyta notkun styrksins sem nýttist við tónleikahald á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?