Menningarmálanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Bæjarlistamaður 2021 - 2021080025
Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dags. 25. ágúst 2021, vegna útnefningar bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2021.
Menningarmálanefnd tók ákvörðun um útnefningu bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar 2021. Útnefningin fer fram á Veturnóttum í október 2021.
Gestir
- Tinna Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi - mæting: 13:00
2.Hátíðir í Ísafjarðarbæ - fjárhagsáætlun - 2021050059
Lagt fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar, dags. 18. ágúst 2021, þar sem kynnt er tillaga að fjárhagsáætlunarvinnu 2022 vegna hátíða í sveitarfélaginu.
Menningarmálanefnd tekur vel í tillögur minnisblaðsins og felur starfsmanni að útfæra hátíðir sveitarfélagsins í fjárhagsáætlunarvinnu 2022.
Tinna yfirgaf fund kl. 13:30
3.Gjaldskrár 2022 - 2021050043
Lögð fram tillaga að gjaldskrá safna fyrir árið 2022.
Menningarmálanefnd yfirfer núverandi gjaldskrá fyrir söfn sveitarfélagsins og felur starfsmanni að uppfæra gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.
4.Framkvæmdaáætlun 2022 til 2032 - 2021040094
Lagt fram til kynningar minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 27. ágúst 2021, vegna tillagna menningarmálanefndar um framkvæmdaáætlun 2022-2032.
Jafnframt lögð fram drög að framkvæmdaáætlun 2022-2032 með vísan til minnisblaðsins.
Jafnframt lögð fram drög að framkvæmdaáætlun 2022-2032 með vísan til minnisblaðsins.
Menningarmálanefnd tekur vel í tillögur minnisblaðsins, en leggur áherslu á að verði kaup á Suðurtanga 2 samþykkt, að húsnæðið verði nýtt fyrir bátageymslur og safnatengda starfsemi á vegum Byggðasafns Vestfjarða, í samræmi við þarfagreiningu sem unnin hefur verið.
Þá felur nefndin starfmanni að útfæra fjárfestingaráætlun frekar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til samþykktar.
Þá felur nefndin starfmanni að útfæra fjárfestingaráætlun frekar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir skipulags- og mannvirkjanefnd til samþykktar.
Fundi slitið - kl. 13:52.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?