Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
154. fundur 22. október 2020 kl. 10:30 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála vegna haustúthlutunar 2020, en málinu var frestað til næsta fundar, á 153. fundi nefndarinnar þann 17. september 2020.
Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2020.

Nefndin ákveður að styrkja eftirfarandi verkefni:
1. Bergþór Pálsson, hádegistónleikar - kr. 80.000
2. Félag ferðaþjóna í Önundarfirði, viðburðir á Flateyri - kr. 190.000
3. Litli leikklúbburinn, leiksýning - kr. 190.000
4. Lísbet Ólafardóttir, Halla Mía Ólafsdóttir, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir, "Heyrðu" - í Heimabyggð -kr. 120.000.
5. Signý Þöll Kristinsdóttir, tónleikar á Dýrafjarðarhelgi - kr. 45.000.

2.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002

Á 153. fundi atvinnu- og menningarmálanefndar, þann 17. september 2020, fól nefndin starfsmanni að kalla eftir þarfagreiningu á geymslurými fyrir byggðasafn og skjala-, ljósmynda- og listasafn sveitarfélagsins.

Lögð er nú fram þarfagreining vegna safngeymslumála Byggðasafns, Skjalasafns og Listasafns, dags. 7. október 2020, unnin af Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur, forstöðumanni Skjala- og ljósmyndasafns Ísafjaðar, og Jónu Símoníu Bjarnadóttur, forstöðumanni Byggðasafns Vestfjarða.


Nefndin þakkar góða greiningu og leggur áherslu á að nauðsynlegt sé að finna framtíðarlausn fyrir safngeymslur sveitarfélagsins.

Málinu vísað til bæjarráðs.

3.Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033 - 2020070011

Atvinnu- og menningarmálanefnd endurskoðar Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2021-2033.
Umræður fóru fram.

Nefnin vinna áfram að endurskoðun Aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2021-2033.

4.Munir til varðveislu - slit á félagi - 2020090008

Lagt fram til kynningar bréf Jónu Símoníu Bjarnardóttur, forstöðumanns Byggðasafn Vestfjarða, dags. 30. september 2020, þar sem upplýst er um að munir í eigu Húsmæðraskólanum Ósk hafa verið formlega gefnir Byggðasafninu. Safnið mun fara yfir munina, koma skjölum á skjalasafn og hreinsa úr safninu.

Jafnframt lagt fram til kynningar yfirlýsing stjórnar Kvenfélagsins Óskar, dags. 11. september 2020, vegna málsins.

Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnu- og menningarmálanefndar, á 1124. fundi sínum, þann 5. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Skýrslur ferðamála á Þingeyri - 2020090099

Lögð fram til kynningar skýrsla Jónínu Hrannar Símonardóttur, formanns Koltru, dags. 20. september 2020, vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála á Þingeyri fyrir árið 2020.

Málið var jafnframt kynnt á 1124. fundi bæjarráðs þann 5. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?