Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
150. fundur 25. mars 2020 kl. 08:30 - 09:39 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Tinna Ólafsdóttir upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Styrkir til menningarmála 2020 - 2020010033

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir menningarmála, vegna vorúthlutunar 2020.
Nefndin ákveður að styrkja eftirfarandi verkefni:
Andri Pétur Þrastarson, tónlistarútgáfa: 50.000,-
Arts Iceland, Vísindi listanna / Listin í vísindunum: 75.000,-
Ferðaþjónar á Flateyri, menningardagskrá sumarið 2020: 100.000,-
Fjölnir Már Baldursson, framleiðsla stuttmyndar: 100.000,-
Gallerý Úthverfa, sýningaröð í Gallerí Úthverfu: 100.000,-
Gísla saga, fantasíuhátíð í Dýrafirði 2021: 100.000,-
Litli leikklúbburinn, vinnustofa: 100.000,-
Samúel Einarsson, tónlistarútgáfa: 50.000,-
Sæbjörg Freyja Gísladóttir, Að búa með fjöllum, prentun og umbrot bókar: 50.000,-
Sæunn Þorsteinsdóttir, Bach á sumarsólstöðum - Sex svítur, sex kirkjur, tónleikaröð: 100.000,-
Verslunin Bræðurnir Eyjólfsson, útgáfa barnabókar: 50.000,-

2.Skapandi sumarstörf - 2019100027

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 23. mars sl., varðandi skapandi sumarstörf.
Atvinnu- og menningarmálanefnd vísar málinu til bæjarráðs.

3.Leitað leyfis landeiganda eða annars rétthafa vegna tjöldunar utan skipulagðra tjaldsvæða - 2020020045

Lagt er fram bréf Inga, f.h. Boreal ehf., Sigríðar Örnu Arnþórsdóttur, Sveinbjörns Halldórssonar og Þorvarðar Inga Þorbjörnssonar, dags. 18. febrúar sl., þar sem óskað er eftir afstöðu Ísafjarðarbæjar til tillagna að breytingum á lögum er varðar leyfi landeigenda til að tjalda utan skipulagðra tjaldsvæða.
Bæjarráð vísaði málinu áfram til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd hafnar erindinu og bendir á 10. grein lögreglusamþykktar fyrir sveitarfélagið Ísafjarðarbæ nr. 990/2011 þar sem segir m.a.: „Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan
sérmerktra svæða.“

4.Reglugerð um héraðsskjalasöfn, mál nr. 32/2020 - 2020010075

Lagður fram tölvupóstur Ingibjargar Ólafsdóttur f.h. Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dagsettur 18. febrúar sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar mál nr. 32/2020; Reglugerð um héraðsskjalasöfn. Umsagnarfrestur var til og með 13. mars 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:39.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?