Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
149. fundur 17. desember 2019 kl. 15:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Inga María Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Málefni safna í Ísafjarðarbæ - 2019080002

Rætt um framgang tillögu fyrir bæjarráð um skipulagningu safnamála hjá Ísafjarðarbæ.
Haraldur Líndal Haraldsson er að vinna að skýrslu með tillögu varðandi skipulagningu safnamála hjá Ísafjarðarbæ og verður henni skilað í febrúar 2020.

2.Tillaga um eflingu miðbæjar á Ísafirði - 2019120026

Lögð fram eftirfarandi tillaga Hafdísar Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa, um eflingu miðbæjar á Ísafirði.

„Undirrituð leggur til að farið verði í vinnu við að efla og glæða meiri lífi í miðbæinn okkar á Ísafirði. Nú standa þar mörg verslunarhúsnæði auð sem setur ekki góðan svip á miðbæinn. Á sumrin fáum við þúsundir gesta í bæinn sem vilja upplifa miðbæjarstemningu og versla í búðum á svæðinu, svo hér eru vissulega tækifæri fyrir ýmiskonar starfsemi. Væri þetta kjörið verkefni fyrir atvinnu- og menningarmálanefnd og hefur Vestfjarðastofa lýst yfir áhuga á að taka þátt í því með Ísafjarðarbæ. Verkefnið myndi þá að mestu leyti felast í að efla verslun, þjónustu og menningu í miðbænum og kanna hvort hægt sé að koma starfsemi í tóm verslunarhúsnæði þar, allavega yfir sumartímann.
Bæjarráð tók tillöguna fyrir á 1086. fundi sínum 9. desember sl., og vísaði henni til vinnslu í atvinnu- og menningarmálanefnd.“
Atvinnu- og menningarmálanefnd tekur jákvætt í hugmyndina og felur formanni að boða forsvarsmann Vestfjarðarstofu á fund nefndarinnar.

3.Skýrsla um starfsemi héraðsskjalasafna - 2019010041

Lagður er fram tölvupóstur Jónu Símoníu Bjarnadóttur, þjóðskjalavarðar, dags. 12. nóvember sl., ásamt úrbótaáætlun Héraðsskjalasafnsins Ísafirði sem er unnin í samræmi við skýrslu um starfsemi safnsins sem unnin var við eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands með starfsemi héraðsskjalasafna árið 2017.
Atvinnu- og menningarmálanefnd þakkar framlagða úrbótaáætlun og hvetur skilaskilda aðila til að standa betur að skjalamálum. Nefndin felur ritara að senda Þjóðskjalasafni Íslands úrbótaráætlunina.

4.Atvinnu- og samgöngumál - 2019020070

Umræður um erindisbréf atvinnu- og menningarmálanefndar.
Lagt fram til kynningar.

5.Birting fylgiskjala fundargerða á vef Ísafjarðarbæjar - verklagsreglur 2018 - 2018100068

Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari, ræðir birtingu fylgiskjala með fundargerðum.
Lagt fram til kynningar.

6.Skapandi sumarstörf - 2019100027

Á 200. fundi íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 16. október sl., var tekin fyrir eftirfarandi bókun bæjarstjórnar:
„Á 442. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 10. október sl. var samþykkt tillaga bæjarfulltrúa Í-listans um að íþrótta- og tómstundanefnd verði falið að skoða verkefni um skapandi sumarstörf fyrir ungt hæfileikafólk í sveitarfélaginu. Markmiðið með skapandi sumarstörfum er að gera ungu hæfileikaríku fólki kleift að vinna að listum sínum og miðla til annarra.
Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélagið lífi með listrænum og skapandi uppákomum, og styðja við sterka menningarímynd sveitarfélagsins. Svona störf henta ungmennum með fjölbreyttan áhuga, til dæmis á sviðslistum, kvikmyndagerð, myndlist eða tónlist afar vel. Starfið verði mótað að áhugasviði þátttakenda, en verkefnin þurfi að uppfylla ákveðna skapandi þjónustu við samfélagið, til að mynda með pop-up viðburðum við mismunandi tækifæri.“
Atvinnu- og menningarmálanefnd telur hugmyndina góða en þarfnast frekari útfærslu. Nefndin felur formanni að boða forsvarsmann Vestfjarðarstofu á fund nefndarinnar vegna þessa.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?