Menningarmálanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
148. fundur 22. október 2019 kl. 15:00 - 16:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Ásgerður Þorleifsdóttir formaður
  • Sunna Einarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Útgáfa bókasafnsskírteina - 2019100038

Atvinnu- og menningarmálanefnd hefur verið fengið það verkefni að kanna hvort breyta skuli reglum um útgáfu bókaskírteina, bæði barna og fullorðinna.
Edda B. Kristmundsdóttir, bæjarbókavörður, mætti til fundarins og gerði grein fyrir því hvernig reglur væru varðandi útgáfu bókasafnsskírteina. Nefndin vísar verkefninu til næsta fundar.

Gestir

  • Edda B. Kristmundsdóttir, bæjarbókavörður - mæting: 15:00

2.Styrkir til menningarmála 2019 - 2018120007

Teknar eru til afgreiðslu styrkbeiðnir til menningarmála, vegna haustúthlutunar 2019.
Nefndin ákveður að styrkja eftirfarandi verkefni:
Tónleikar Gissurar Páls og Árna Heiðars kr. 50.000,-
Skóbúðin, Ritsmiðja í skapandi skrifum með Emmu Beynon og Jenny Valentine, kr. 250.000,-
Halldóra Jónasdóttir, Leiksýning/Söngvaseiður, kr. 250.000,-
Marsibil G. Kristjánsdóttir, listasýning, kr. 100.000,-
Heimabyggð, Hljóðhús á veturnóttum 2019, kr. 130.000,-

3.Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024 - 2019100015

Bæjarráð vísar umsagnarbeiðni Sigríðar Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, dags. 1. október, um drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024, til atvinnu- og menningarmálanefndar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd gerir ekki athugasemd við framkomin drög að Sóknaráætlun Vestfjarða 2020-2024.

4.Tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ - 2018110044

Lagt er fram minnisblað Tinnu Ólafsdóttur, upplýsingafulltrúa, dagsett 18. október sl. þar sem fram koma tillögur um tendrun jólaljósa á jólatrjám Ísafjarðarbæjar.
Atvinnu- og menningarmálanefnd samþykkir eftirfarandi tillögur að dagsetningum tendrun ljósa á jólatrjám í Ísafjarðarbæ:

30. nóvember - Ísafjörður

1. desember - Flateyri

7. desember - Suðureyri

8. desember - Þingeyri

Fundi slitið - kl. 16:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?