Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu eða lokið.
2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031
Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar gjaldskrár skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
Gjaldskrá lögð fram og samþykkt. Nefndin leggur áherslu á að minnisblað fylgi til bæjarstjórnar.
3.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035
Lagt fram bréf frá Vestra hjólreiðum um ósk um uppbyggingasamning árið 2020 ásamt kostnaðaráætlun.
Lagt fram til kynningar. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.
4.Uppbyggingaráætlun - 2019090080
Lög fram áætlun frá árinu 2012 þar sem kemur fram staða mála.
Lagt fram til kynningar. Nefnd fagnar mikill uppbyggingu íþróttamannvirkja frá árinu 2012. Starfsmanni skóla- og tómstundasviðs falið að hefja undirbúning að næstu 5 ára áætlun.
5.Frístundarúta - 2016090101
Lögð fram beiðni Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur framkvæmdarstjóra HSV vegna frístundarútu í fleiri bæjarkjarna.
Vísað til vinnu við heildar skipulagningu á samgöngumálum Ísafjarðarbæjar.
6.Opnunartími í íþróttahúsinu á Torfnesi haust 2019 - 2019090081
Lagt fram bréf frá HSV vegna opnunartíma á Torfnesi.
Nefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að kalla hagsmunaaðila til fundar fyrir haust 2020.
7.Formleg beiðni um samstarf skátafélagsins Einherjar og Valkyrja - 2019090083
Lögð fram beiðni frá Skátafélaginu Einherji-Valkyrja um samstarf við Ísafjarðabæ.
Lagt fram til kynningar. Óskað er eftir samtali við nýja stjórn Einherja og Valkyrja.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?