Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
199. fundur 25. september 2019 kl. 08:10 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Anton Helgi Guðjónsson aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Ásmundsdóttir Sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Gerð var grein fyrir hver staðan væri á þeim verkefnum sem liggja fyrir og eru í vinnslu eða lokið.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2019030031

Lagt fram minnisblað Stefaníu Ásmundsdóttur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er varðar gjaldskrár skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar.
Gjaldskrá lögð fram og samþykkt. Nefndin leggur áherslu á að minnisblað fylgi til bæjarstjórnar.

3.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Lagt fram bréf frá Vestra hjólreiðum um ósk um uppbyggingasamning árið 2020 ásamt kostnaðaráætlun.
Lagt fram til kynningar. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2020.

4.Uppbyggingaráætlun - 2019090080

Lög fram áætlun frá árinu 2012 þar sem kemur fram staða mála.
Lagt fram til kynningar. Nefnd fagnar mikill uppbyggingu íþróttamannvirkja frá árinu 2012. Starfsmanni skóla- og tómstundasviðs falið að hefja undirbúning að næstu 5 ára áætlun.

5.Frístundarúta - 2016090101

Lögð fram beiðni Sigríðar Láru Gunnlaugsdóttur framkvæmdarstjóra HSV vegna frístundarútu í fleiri bæjarkjarna.
Vísað til vinnu við heildar skipulagningu á samgöngumálum Ísafjarðarbæjar.

6.Opnunartími í íþróttahúsinu á Torfnesi haust 2019 - 2019090081

Lagt fram bréf frá HSV vegna opnunartíma á Torfnesi.
Nefnd felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að kalla hagsmunaaðila til fundar fyrir haust 2020.

7.Formleg beiðni um samstarf skátafélagsins Einherjar og Valkyrja - 2019090083

Lögð fram beiðni frá Skátafélaginu Einherji-Valkyrja um samstarf við Ísafjarðabæ.
Lagt fram til kynningar. Óskað er eftir samtali við nýja stjórn Einherja og Valkyrja.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?