Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Einning sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri HSV.
1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
2.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005
Kynnt minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs sem inniheldur þarfagreiningu fyrir líkamsræktarstöð í Skutulsfirði.
Lagt fram til kynningar.
3.Frístundarúta - 2016090101
Lögð fram uppfærð drög að reglum um akstursstyrk til foreldra barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki drög að reglum um akstursstyrk til foreldra barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar.
4.Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í Ísafjarðarbæ - 2018120079
Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til við bæjarstjórn á 192. fundi sínum að komið verði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í landsliðsverkefnum.
Bókun frá fundi bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn fagnar tillögu íþrótta- og tómstundarnefndar en leggur til að tillagan verði unnin betur inní íþrótta- og tómstundanefnd þar sem bætt væri inn í möguleika þeirra sem leggja stund á listgreinar.“
Bókun frá fundi bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn fagnar tillögu íþrótta- og tómstundarnefndar en leggur til að tillagan verði unnin betur inní íþrótta- og tómstundanefnd þar sem bætt væri inn í möguleika þeirra sem leggja stund á listgreinar.“
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að komið verði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu á aldrinum 14-21 ára, sem starfa hjá sveitarfélaginu , þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í verkefnum og keppni fyrir Íslands hönd. Frekari útfærsla verði í höndum forstöðumanna.
5.Endurskoðun á reglum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar - 2018120077
Lagðar fram gildandi reglur um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar.
Fram fóru umræður, nefndarmönnum og framkvæmdarstjóra HSV falið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum og málinu frestað til næsta fundar.
6.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2019.
Málinu vísað til í fjárhagsáætlunargerðar 2020.
7.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023
Unnið úr gögnum af íbúaþingum vegna endurskoðunar á íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins.
Unnið áfram að íþrótta- og tómstundastefnu. Vinnufundur ákveðinn 6. mars næstkomandi.
Fundi slitið - kl. 09:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?