Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Framkvæmdarstjóri HSV Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sat einnig fundinn.
1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagður fram til kynningar verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2019 og samantekt svæðisstjóra á gjaldskrám annarra skíðasvæða.
Nefndin felur starfsmönnum að vinna breyttar tillögur að gjaldskrá skíðsvæðisins í samræmi við umræður á fundinum og leggja fram á næsta fundi.
Gestir
- Hlynur Kristinsson - mæting: 08:10
3.Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar - framtíðarsýn og tækjakostur - 2018120078
Forstöðumaður skíðasvæðis mætti til fundar og fór yfir hugmyndir hvað umfang snjótroðara verði næstu ár.
Nefndin þakkar fyrir góða kynningu.
4.Frístundarúta - 2016090101
Lögð fram uppfærð drög að reglum um akstursstyrk til foreldra barna vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar.
Frestað til næsta fundar.
Gestir
- Hlynur Kristinsson - mæting: 09:27
5.Uppbyggingasamningar 2019 - 2018080049
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem farið er yfir þær beiðnir um uppbyggingasamninga sem fyrir liggja. Jafnframt eru lagðar fram beiðnir íþróttafélaganna og fylgigögn sem fylgdu umsóknunum.
Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2019 sem samþykkt var í desember 2018, var sú fjárhæð sem verið hefur í uppbyggingasamningum lækkuð úr tólf milljónum í sex milljónir. Nú þegar hefur þremur milljónum verið ráðstafað með eldri samningi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði uppbyggingasamningar við þau fjögur félög sem óskað hafa eftir samningum og hvert félag fái kr. 1.000.000 til eins árs og upphæð til uppbyggingasamninga verði kr. 7.000.000 í stað kr. 6.000.000.
6.Atvinnuþátttaka ungs afreksfólks í Ísafjarðarbæ - 2018120079
Lagt fram erindi frá HSV þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins að atvinnuúrræði fyrir afreksíþróttafólk.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að komið verði til móts við ungt afreksfólk í sveitarfélaginu, sem starfa hjá sveitarfélaginu, þannig að þau verði ekki fyrir tekjutapi vegna þátttöku sinnar í landsliðsverkefnum.
7.Endurskoðun á reglum um íþróttamann Ísafjarðarbæjar - 2018120077
Lagðar fram reglur um val á íþróttarmanni ársins í Ísafjarðarbæ.
Frestað til næsta fundar.
8.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023
Unnið að flokkun niðurstaðna af íbúaþingum vegna endurskoðunar á íþrótta- og tómstundastefnu sveitarfélagsins.
Frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 10:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?