Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Frístundarúta - 2016090101
Lögð fram bókun frá fulltrúum í íþrótta- og tómstundanefnd.
„Fulltrúar í Íþrótta og tómstundanefnd leggja til við bæjarstjórn að hægt verði að sækja um sérstakan akstursstyrk til móts við kostnað vegna aksturs barna frá Dýrafirði, Önundarfirði og Súgandafirði í íþrótta- og tómstundaiðkun. Jafnframt leggja fulltrúar flokkanna til við bæjarstjórn að farið verði í heildstæða endurskipulagningu á almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ, aksturstyrkur væri því tímabundin lausn uns heildstæðu kerfi verður komið á.“
2.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083
Rætt um drög að gjaldskrá skíðasvæðis 2019.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn minniháttar breytingar á drögum á gjaldskrá skíðasvæðis. Starfsmanni falið að koma breytingunum áfram en þær snúa að námundun að næsta hundraði á dagpössum.
Gestir
- Hlynur Kristinsson - mæting: 08:30
3.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2018 - 2018110060
Rætt um dagsetningu á útnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2018.
Nefndin samþykkir að athöfnin fari fram 30. desember 2018 kl. 16. Jafnframt verði breyting á 3. grein í reglum um val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar, og verði hún eftirfarandi: Í desember ár hvert afhendir bæjarstjórn þeim einstaklingi, sem valinn er íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ fyrir árið sem er að líða, viðurkenningu í samræmi við reglur þessar.
Á viðurkenninguna skal ritað nafn hins útnefnda íþróttamanns, viðeigandi ártal og skal verðlaunagripurinn vera í vörslu hans það ár sem hann hefur verið valinn. Íþróttamanni ársins er jafnframt veitt viðurkenning til eignar.
Á viðurkenninguna skal ritað nafn hins útnefnda íþróttamanns, viðeigandi ártal og skal verðlaunagripurinn vera í vörslu hans það ár sem hann hefur verið valinn. Íþróttamanni ársins er jafnframt veitt viðurkenning til eignar.
4.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023
Unnið að endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu.
Málinu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?