Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
184. fundur 30. apríl 2018 kl. 12:00 - 12:55 í fundarherbergi 4. hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir boðaði forföll en enginn mætti í hennar stað.
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Uppbyggingasamningar við íþróttafélög 2017-2018 - 2017020028

Lögð fram drög að uppbyggingasamningi við hestamannafélagið Hendingu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja drög að rammasamningi um uppbyggingasamning við Hestamannafélagið Hendingu.
Gísli yfirgaf funinn kl. 12:30

3.Hugmynd um klifurvegg í íþróttahúsinu á Flateyri - 2018040073

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Svanhvíti Óskarsdóttur, dagsettur 25. mars 2018, þar sem velt er fram þeirri hugmynd að setja upp klifurvegg í íþróttahúsinu á Flateyri.
Nefndi tekur vel í hugmyndina og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2019.

4.Raggagarður - umsókn um vinnuframlag vinnuskóla - 2017050012

Lagt fram bréf Vilborgar Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra Raggagarðs, dagsett 12. apríl sl., og barst með tölvupósti sama dag, þar sem óskað er eftir samstarfi um vinnuframlag vinnuskóla Ísafjarðarbæjar í Raggagarði sumarið 2018.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 1013. fundi sínum 16. apríl sl og vísaði því til íþrótta- og tómstundanefndar.
Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra Raggagarðs um útfærslu vinnudags vinnuskólans.

5.Stýrihópur um mótun viðmiða um gæði frístundastarfs - 2016110077

Lagður fram tölvupóstur frá Guðna Olgeirssyni, dagsettur 27. mars 2018, þar sem athygli er vakin á að búið er að birta viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum í Stjórnartíðindum.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2019 - 2018030083

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja 2018.
Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 12:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?