Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Lagður fram til kynningar verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Viljayfirlýsing um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum - 2018020033
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing bæjarstjórnar frá 413. fundi. „Ísafjarðarbær áskilur sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og annarra félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga, því að félögin setji sér siðareglur og viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Félögin skulu tilgreina trúnaðarmann í viðbragðsáætlun. Einnig skulu þeir sem Ísafjarðarbær styrkir hafa jafnréttisáætlun og skýra aðgerðaráætlun sem unnið er eftir. Ísafjarðarbær hefur eftirlit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt.
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur.“
Sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur.“
Lagt fram til kynningar.
3.Árskýrsla 2017 - 2018030022
Lögð fram árskýrsla Fossavatnsgöngunnar 2017.
Lagt fram til kynningar.
4.Viðbygging við Íþróttahúsið Torfnesi. - 2018010005
Kynnt drög að viðbyggingu við íþróttahúsið á Torfnesi.
Kynnt drög að viðbyggingu við íþróttahúsið á Torfnesi. Boðað verður til fundar með hagsmunaaðilum á morgun, fimmtudaginn 8. mars í fundarsal bæjarstjórnar.
Gestir
- Brynjar Þór Jónasson - mæting: 08:38
Brynjar Þór Jónasson yfirgaf fundinn kl.8:53.
5.Ósk um breytingu á nafni Torfnesvallar. - 2018030023
Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild Vestra, dagsett 27. febrúar 2018, þar sem fram kemur beiðni um breytingu á nafni Torfnesvallar.
Nefndin vísar málinu til bæjarráðs, ekki náðist samstaða um málið innan nefndarinnar.
Gestir
- Ragnar Heiðar Sigtyggsson - mæting: 08:56
Ragnar Heiðar Sigtryggsson yfirgaf fundinn kl. 9:07
6.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023
Nefndin sammála um að fresta endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu þar til haustið 2018.
Fundi slitið - kl. 09:25.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Fundinn sat einnig framkvæmdarstjóri HSV, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.