Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Einnig sat fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdarstjóri HSV.
1.Torfnes - Nýtt Deiliskipulag - 2017030092
Umræður um nýtt deiliskipulag á Torfnesi. Málið var á dagskrá skipulags- og mannvirkjanefndar sem er með málið í vinnslu. Nefndirnar sameinuðust undir þessum lið.
Umræður um deiliskipulagið.
2.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Kynntur verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Umræður um verkefnalistann.
3.Öldungaráð - ýmis mál - 2016120017
Bæjarstjórn tók eftirfarandi tillögu 6. fundar öldungaráðs fyrir á 398. fundi sínum, 4. maí sl., og vísaði til íþrótta- og tómstundanefndar.
Öldungaráð Ísafjarðarbæjar hvetur bæjarstjórn til þess að tryggja eldri borgurum aukna þjónustu t.d. með sérstökum fulltrúa sem sinni íþrótta- og tómstundamálum eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Öldungaráð bendir á að tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sinni ungu fólki sérstaklega en þarfir eldri borgara séu jafn brýnar fyrir slíka þjónustu. Eldri borgurum fjölgar hratt og raunhæft að gera ráð fyrir að því fylgi aukin þjónusta og utanumhald til þess að tryggja að lýðheilsusjónarmið nái til allra íbúa Ísafjarðarbæjar.
Öldungaráð Ísafjarðarbæjar hvetur bæjarstjórn til þess að tryggja eldri borgurum aukna þjónustu t.d. með sérstökum fulltrúa sem sinni íþrótta- og tómstundamálum eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Öldungaráð bendir á að tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar sinni ungu fólki sérstaklega en þarfir eldri borgara séu jafn brýnar fyrir slíka þjónustu. Eldri borgurum fjölgar hratt og raunhæft að gera ráð fyrir að því fylgi aukin þjónusta og utanumhald til þess að tryggja að lýðheilsusjónarmið nái til allra íbúa Ísafjarðarbæjar.
Nefndin tekur vel í erindið og felur starfsmanni að skoða hver kostnaður við verkefni sem þetta yrði.
4.Ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ 2017 - 2017040030
Lagður fram tölvupóstur Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur, f.h. Ungmennaráðs UMFÍ, dagsettur 10. apríl sl., ásamt ályktun um ýmis málefni Íslenskra ungmenna, frá ungmennaráðstefnu UMFÍ sem haldin var 5.-7. apríl sl.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 972. fundi sínum 24. apríl sl., og vísaði því til íþrótta- og tómstundanefndar.
Bæjarráð tók erindið fyrir á 972. fundi sínum 24. apríl sl., og vísaði því til íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
5.Körfuboltavöllur - 2017050042
Lagt fram bréf frá unglingráði körfuknattleiksdeildar Vestra þar sem óskað er eftir því að skoðað verði að koma upp fullkomnum körfuknattleiksvelli við Grunnskólann á Ísafirði.
Nefndin tekur vel í erindið en óskar eftir kostnaðaráætlun við gerð svona vallar frá umhverfis- og eignasviði.
6.Niðurstöður Rannsóknar og greiningar 2017 - 2017050040
Lögð fram skýrslan Hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ, niðurstöður rannsóknar meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk árið 2017.
Lagt fram til kynningar.
7.Endurskoðun verkefnasamnings - 2017050041
Kynntur verkefnasamningur HSV og Ísafjarðarbæjar með athugasemdum HSV og óskum um breytingar. Samningurinn er endurskoðaður árlega.
Nefndin felur starfsmanni að vinna drögin í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir næsta fund.
8.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023
Kynnt drög að vinnuplani við endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar.
Nefndinni líst vel á drögin og stefnir að því að vinna eftir þeim.
9.Endurskoðun erindisbréfa - 2012110034
Kynnt samþykkt um ungmennaráð með tillögu um breytingar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að þær tillögur að breytingum á samþykkt um ungmennaráð verði samþykktar.
Fundi slitið - kl. 09:45.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?