Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
176. fundur 29. mars 2017 kl. 08:05 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóa- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.

2.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lagt fram bréf frá Vestra, dagsett 22. mars 2017, þar sem óskað er eftir því að fá forræði yfir efri hæð vallarhússins til notkunar fyrir félagsaðstöðu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni að gera drög að samkomulagi við Vestra um afnot af húsinu.

3.Stefnumótun Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum - 2017030044

Lagt fram bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dagsett 28. febrúar 2017, þar sem kynnt er framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum.
Lagt fram til kynningar.

4.Frístundarúta - 2016090101

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdarstjóra HSV,dagsettur 20. mars 2017, þar sem óskað er eftir því að frístundarúta gangi á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur sumarið 2017.
Nefndin tekur vel í málið og leggur til við bæjarráð að samþykkja beiðnina.

5.Fjölnota hjólabraut - 2017030083

Lagðir fram tölvupóstar frá Alexander Kárasyni þar sem hann kynnir fjölnota hjólabrautir.
Lagt fram til kynningar.

6.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt minnisblað bæjarstjóra og lögð fram gjaldskrá 2017.
Nefndin leggur til að stakir miðar í sund verði hækkaðir í kr. 850. Áfram verði frítt fyrir börn í sund. Stakur miði í líkamsræktina verði kr. 850 og kort í líkamsrækt verði einnig hækkuð. Aðrir þættir í gjaldskrá hækki í samræmi við verðlagshækkanir.

7.Framtíðarskipulag skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar - 2017030089

Hlynur Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, kynnir hugmyndir að breytingum á svæðinu.
Nefndin tekur vel í hugmyndir forstöðumanns og leggur til við bæjarstjórn að skipuð verði nefnd til að skoða framtíð svæðisins og fá utanðakomandi sérfræðing til að koma að þeirri vinnu.

Gestir

  • Hlynur Kristinnsson - mæting: 09:10
  • Gísli Halldór Halldórsson - mæting: 09:15

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?