Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
132. fundur 11. apríl 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Fundinn sat einnig Kristján Þór Kristjánsson framkvæmdarstjóri HSV.

1.Rekstrar- og starfsskýrsla HSV 2011 - 2012040012

Lögð fram til kynningar rekstrar- og starfsskýrsla HSV vegna ársins 2011.

2.Samstarfssamningur 2012 - 2012030068




Lögð fram drög að samstarfssamningi og verkefnasamningi við HSV og kynntar þær breytingar sem á drögunum hafa orðið.

3.Útboð á rekstri skíðasvæða í Ísafjarðarbæ. - 2012010029

Lagt fram bréf frá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs dagsett 4. apríl 2012 þar sem fram kemur að í skoðun sé að fara í forval vegna útboðs á rekstri skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Óskað er eftir áliti íþrótta- og tómstundanefndar.

Nefndinni lýst vel á að farið verði í forval en leggur á það áherslu að hver sá sem að lokum tekur við rekstri svæðisins uppfylli ákveðin skilyrði. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að koma að útfærslu slíkra skilyrða.

4.Vinnuskólinn 2012 - 2012030082




Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs dagsett 10. apríl 2012, þar sem fram kemur tillaga að launum ungmenna í vinnuskólanum sumarið 2012.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

5.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Unnið að stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum.

 

Önnur mál.
Nefndin þakkar fyrir góða Skíðaviku.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?