Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
131. fundur 21. mars 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Fundinn sat einnig Kristján Þór Kristjánsson framkvæmdarstjóri HSV.

1.Reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum - 2010110034

Lagt fram til kynningarbréf frá Umhverfisráðuneytinu dagsett 9. mars s.l. þar sem gerð er grein fyrir stöðu undanþágubeiðnar Ísafjarðarbæjar varðandi reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. 

2.Samstarfssamningur 2012 - 2012030068

Lögð fram drög að samstarfssamningi og verkefnasamningi milli Ísafjarðarbæjar og HSV. 

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samningarnir verði samþykktir til fjögurra ára með endurskoðunar ákvæðum.

3.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lögð fram vinnugögn vegna stefnumótunar í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar.

Unnið í stefnumótun.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?