Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
172. fundur 05. október 2016 kl. 08:05 - 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Andri Guðjónsson formaður
  • Jón Ottó Gunnarsson varaformaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Einnig sat fundinn framkvæmdastjóri HSV, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir. Esther Ósk Arnórsdóttir, tómstundafulltrúi, mætti til fundar kl. 8:40 undir 3. lið fundardagskrár.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

2.Frístundarúta - 2016090101

Lagður fram tölvupóstur frá HSV, dagsettur 28. september 2016, þar sem óskað er eftir því að skoðað verði hvort hægt verði að koma á frístundarútu til að komast á æfingar milli byggðalaga.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að umhverfis- og eignarsvið skoði hvort hægt verði að bjóða þetta út í tengslum við útboð á almenningssamgöngum 2017. Mikilvægt er að málið verði unnið í samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað og HSV. HSV skoðar útfærslu á bráðabirgðalausn veturinn 2016-2017 og starfsmaður nefndarinnar boðar lykilmenn til fundar um málið.

3.Árskýrsla vinnuskólans 2016 - 2016090100

Lögð fram skýrsla vinnuskóla Ísafjarðarbæjar 2016.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?