Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
130. fundur 22. febrúar 2012 kl. 16:00 - 16:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir Varaformaður
  • Dagur Hákon Rafnsson Aðalmaður
  • Hermann Vernharður Jósefsson Aðalmaður
  • Hildur Sólveig Elvarsdóttir Formaður
  • Gauti Geirsson Aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætti til fundar undir fyrsta lið.

1.Útboð á rekstri skíðasvæða í Ísafjarðarbæ. - 2012010029

Jóhann Birkir Helgason sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs mætti á fundinn og fór yfir útboðsgögn skíðasvæðisins með nefndarmönnum. Rætt almennt um skíðasvæðið.

Nefndin telur að skoða eigi að fara í útboð á skíðasvæðinu en óskar jafnframt eftir því ef farið verður í útboð að fá að hafa aðkomu að ákvörðuninni þegar tilboð hafa borist.

Gauti Geirsson lagði fram sér bókun. ?Útboð í þessari mynd er ekki skíðasvæðinu til framdráttar, of margir óvissuþættir eru til staðar hvað varðar framkvæmd útboðs og eftirlits svo að skynsamlegt sé að fara í það.?

Nefndin leggur til að Tæknideild Ísafjarðarbæjar láti vinna kostnaðarútreikning á þeirri framkvæmd sem felst í því að gera veg, bílastæði og salernisaðstöðu við Miðfellslyftu á hjallanum vestan við Tungudal. Vegurinn myndi koma í framhaldi af vegi sem nú liggur að gönguskíðaskálanum og ná að þeim stað þar sem sneiðingurinn niður að lyftunni byrjar. Þessi framkvæmd myndi gera það kleyft að hafa aðgengi að Miðfellslyftunni þó lítill snjór sé niðri í dalnum og þar með fjölga opnunardögum svæðisins.

2.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lögð fram vinnugögn vegna stefnumótunar í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar.

Unnið við stefnumótun.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?