Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.
2.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052
Byggingarfulltrúi fór yfir innkomnar athugasemdir við keppnislýsingu vegna Sundhallar.
Bókun frá fulltrúum D-lista.
Við, undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, mótmælum framlagðri keppnislýsingu Sundhallar Ísafjarðar þar sem ekki ríkir samhugur um framkvæmdina hjá íbúum Ísafjarðarbæjar.
Forsögu þessa máls má rekja til ákvörðun bæjarráðs 15.febrúar í fyrra þegar formanni ráðsins var falið að útfæra tillögu frá nefndinni um framtíðarskipulagningu á Torfnessvæðinu. Í einum vettvangi og án samráðs við íþróttahreyfinguna í bænum, fagnefndir og minnihluta bæjarstjórnar var ákveðið að fara í þá vegferð sem nú er líklega til lokaumræðu á þessum fundi.
Mikil ósátt hefur verið við þennan framgang málsins í öllu ferlinu, því til staðfestu má benda á fundargerðir bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar sem hugmyndin hefur einungis hlotið atkvæði Í listans sem hefur þrátt fyrir að vera í meirihluta aðeins 55,6% vægi, allir hinir bæjarfulltrúarnir eru mjög ósáttir við framkvæmdina. Einnig hefur verið tekist á um þetta mál bæði hjá Skipulagsnefnd og í þessari nefnd, fundargerðir nefndanna vitna um það. Stjórn HSV samþykkti á fundi sínum 9.mars sl. að forgangsatriði í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ sé ekki þessi framkvæmd, heldur bygging fjölnota íþróttahúss.
Að þessu upptöldu erum við sannfærð um ekki sé nægileg sátt um framkvæmdina hjá íbúum Ísafjarðarbæjar og því eigi að hverfa frá henni.
Sif Huld Albertsdóttir
Þórir Karlsson
Við, undirritaðir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, mótmælum framlagðri keppnislýsingu Sundhallar Ísafjarðar þar sem ekki ríkir samhugur um framkvæmdina hjá íbúum Ísafjarðarbæjar.
Forsögu þessa máls má rekja til ákvörðun bæjarráðs 15.febrúar í fyrra þegar formanni ráðsins var falið að útfæra tillögu frá nefndinni um framtíðarskipulagningu á Torfnessvæðinu. Í einum vettvangi og án samráðs við íþróttahreyfinguna í bænum, fagnefndir og minnihluta bæjarstjórnar var ákveðið að fara í þá vegferð sem nú er líklega til lokaumræðu á þessum fundi.
Mikil ósátt hefur verið við þennan framgang málsins í öllu ferlinu, því til staðfestu má benda á fundargerðir bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar sem hugmyndin hefur einungis hlotið atkvæði Í listans sem hefur þrátt fyrir að vera í meirihluta aðeins 55,6% vægi, allir hinir bæjarfulltrúarnir eru mjög ósáttir við framkvæmdina. Einnig hefur verið tekist á um þetta mál bæði hjá Skipulagsnefnd og í þessari nefnd, fundargerðir nefndanna vitna um það. Stjórn HSV samþykkti á fundi sínum 9.mars sl. að forgangsatriði í uppbyggingu íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ sé ekki þessi framkvæmd, heldur bygging fjölnota íþróttahúss.
Að þessu upptöldu erum við sannfærð um ekki sé nægileg sátt um framkvæmdina hjá íbúum Ísafjarðarbæjar og því eigi að hverfa frá henni.
Sif Huld Albertsdóttir
Þórir Karlsson
3.Fossavatnsgangan - aðstaða, uppbygging og framtíð. - 2013120036
Lögð fram drög að samningi við SFÍ, Fossavatnsgönguna.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við SFÍ á forsendum samningsdraga.
4.Fjárhagsáætlun 2017 - 2016020047
Lögð fram gjaldskrá 2016 ásamt minnisblaði sviðsstjóra.
Málinu frestað til næsta fundar.
5.Raggagarður - Samstarfssamningur, styrkur - 2015040005
Lögð fram drög að samstarfssamningi Ísafjarðarbæjar og Raggagarðs.
Málinu frestað til næsta fundar.
Næsti fundur nefndarinnar verður 17. maí 2016.
Fundi slitið - kl. 09:50.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Ólöf Guðný Valdimarsdóttir og Björn Hallsson mættu til fundar undir lið 2.