Íþrótta- og tómstundanefnd
1.Stefnumótum í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar - 2010080057
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson starfsmaður atvinnumálanefndar og Shiran Þórisson fulltrúi Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða mættu á fundinn og fóru yfir punkta sem komið hafa fram í stefnumótunarvinnu atvinnumálanefndar, en atvinnulífið telur mikilvægt að íþrótta- og tómstundastarf sé fjölbreytt og öflugt í Ísafjarðarbæ.
Nefndin telur að mikið hafi verið lagt í íþrótta- og tómstundastarf á síðustu árum. Verið er að vinna að nýrri stefnu í íþrótta- og tómstundamálum og verður tekið tillit til athugasemda atvinnumálanefndar þar.
2.Bókanir 47. sambandsþings UMFÍ 2011 - 2011120001
Lagt fram til kynningar bréf frá UMFÍ dagsett 29. nóvember s.l. þar sem fram koma samþykktar tillögur frá 47. sambandsþingi Ungmennafélags Íslands.
3.Upplýsingarit um starfsemi FÍÆT - 2011110068
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 18. nóvember s.l. og upplýsingarit frá Félagi íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi.
4.Ungt fólk - Æskulýðsrannsóknir - 2011010055
Lagt fram til kynningar rit Mennta- og menningarmálaráðuneytisins Ungt fólk 2011. Þar er gerð grein fyrir niðurstöðum á högum og líðan nemenda í 5.-7. bekk.
5.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2011 - 2011120031
Lögð fram drög að dagsetningu á útnefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2011 og drög að bréfi til íþróttafélaga sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til að íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2011 verði útnefndur 22. janúar 2012 og felur starfsmanni að undirbúa þá athöfn. Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2011 verð veitt peningaverðlaun kr. 100.000.
6.Samstarfssamningur Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar - 2011010006
Lagður fram núgildandi samstarfssamningur Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.
Nefndin felur starfsmanni að vinna breytingar á samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
7.Verkefnasamningur HSV og Ísafjarðarbæjar 2010 - 2010010032
Lagður fram núgildandi verkefnasamningur milli Héraðssambands Vestfirðinga og Ísafjarðarbæjar.
Nefndin felur starfsmanni að vinna breytingar á samningnum í samræmi við umræður á fundinum.
8.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095
Lögð fram vinnugögn af íbúaþingi um stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar. Unnið úr hluta af gögnunum en vinnu verður framhaldið á næsta fundi.
a) Gauti Geirsson lýsti yfir áhyggjum af skíðasvæðinu. Ekki hefur verið ráðinn svæðisstjóri eins og áætlað var en mjög mikilvægt er að á svæðinu sé einhver sem áhuga hefur á svæðinu og er vakinn og sofinn yfir því. Viðkomandi þarf að vinna samkvæmt veðurspá og ná að fanga þann snjó sem mög
Fundi slitið - kl. 17:45.