Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
158. fundur 29. maí 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Þórdís Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarson mætti ekki og enginn í hans stað.
Framkvæmdarstjóri HSV Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sat einnig fundinn.
Esther Ósk Arnórsdóttir mætti til fundar undir fjórða lið og Marzellíus Sveinbjörnsson undir fimmta lið.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti nefndarinar.
Lagt fram til kynningar.

2.Niðurstöður 2015 - 2015040016

Lagðar fram til kynningar niðurstöður um Vímuefnanotkun ungs fólks í Ísafjarðarbæ nemenda 8.-10. bekk og Hagi og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ nemenda 5.-7. bekkjar.
Lagt fram til kynningar

3.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem lagt er til að gerðir verði uppbyggingasamningar við SFÍ og GÍ. Einning lögð fram tillaga formanns og bæjarstjóra þar sem fram kemur nánari útfærsla á uppbyggingasamningum.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerðir verði samningar við SFÍ og GÍ um uppbyggingu á skíðasvæðinu og á golfvellinum í Tungudal og einnig að samþykkt verði sú aðferðarfræði sem fram kemur í tillögu bæjarstjóra og formanns.

4.Strætóferðir í tengslum við starf félagsmiðstöðvar - 2015050063

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs og tómstundafulltrúa þar sem lagt er til að strætóferðum verði fjölgað í tengslum við starf félagsmiðstöðvarinnar á kvöldin.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerð verði tilraun með kvöldferðir í haustið 2015. Nefndin felur jafnframt sviðsstjóra að útbúa viðauka sem fylgja skal tillögunni til bæjarstjórnar.

5.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs þar sem lagt er til að efri hæð vallarhússins á Torfnesi verði gerð að félagsaðstöðu fyrir íþróttafélög og lyftingaaðstöðu verði fundið annað rými.
Nefndin samþykkir tillöguna og felur starfsmanni að vinna áfram að málinu.
Önnur mál.
Nefndin felur starfsmanni að kanna betur möguleika á aðkoma upp salernum í vallarhúsinu á Torfnesi.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?