Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Lagður fram verkefnalisti nefndarinnar.
Lagt fram til kynningar.
2.Framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Ísafirði - 2015020087
Lagt fram minnisblað frá bæjarstjóra er varðar hugmyndir að skipulagsvinnu við Sundhöllina við Austurveg. Jafnframt lagðar fram teikningar og skýrsla frá Glámu-Kím, gamlar teikningr frá Tækniþjónustu Vestfjarða, teikning frá teiknistofunni Eik og ályktun frá stjórn HSV.
Formaður nefndarinnar Benedikt Bjarnason, fulltrúi Í-listans, og bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, lögðu fram eftirfarandi bókun: Tillögu Í-listans er ætlað að flýta ákvörðun um skipulag á Torfnesi. Verði farið að henni liggur ljóst fyrir hvaða verkefni njóta forgangs á Torfnesi á komandi árum. Því má segja að brugðist hafi verið við ályktun íþrótta- og tómstundanefndar með því að skera á hnútinn og tefja ekki lengur skipulagsmál á Torfnesi.
Sif Huld Albertsdóttir og Þórir Karlsson, fulltrúar D-listans, lögðu fram eftirfarandi bókun: Íþrótta- og tómstundanefnd er fagnefnd Ísafjarðarbæjar og því ráðgefandi þegar kemur að stefnumótun í íþróttamálum bæjarins.
Á síðasta fundi nefndarinnar var einhugur um að skora á bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu. Málið tók hinsvegar óvænta stefnu, eftir að bæjarráð hafði falið formanni bæjarráðs að koma með tillögu að vinnulagi varðandi framtíðarskipulagninguna. Niðurstaðan var þvert á vilja nefndarinnar, Torfnesvinnan slegin af en í stað þess ákveðið að taka 10 miljónir og setja í hugmyndasamkeppni við hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Við fulltrúar sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, leggjum til við bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu.
Guðrún Margrét Karlsdóttir, fulltrúi B- listans í nefndinni, lagði fram eftirfarandi bókun: Við framsóknarmenn erum ósátt við að taka þessa vinkilbeygju og viljum halda áfram að skipuleggja Torfnessvæðið. Við teljum að það sé of kostnaðarsamt að byggja upp við Austurvöll og svæðið býður ekki upp á framtíðarlausn þar.
Bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, leggur fram eftirfarandi bókun: Það skal skýrt tekið fram að tillaga Í-listans gengur aðeins út á að hætta við fyrirhugaða skipulagskeppni á Torfnesi, sem ætlaðar voru 10 m.kr. í. Eftir sem áður verður unnið deiliskipulag eftir því sem þörf krefur til að útbúa megi nýjan gervigrasvöll á aðalvellinum á Torfnesi.
Nefndin leggur áherslu á að hún komi að þarfagreiningu vegna fyrirhugaðrar hönnunarsamkeppni Sundhallar Ísafjarðar.
Formaður nefndarinnar Benedikt Bjarnason, fulltrúi Í-listans, og bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, lögðu fram eftirfarandi bókun við ályktun HSV: Það er óskiljanlegt, í tengslum við tillögu Í-listans frá 5. mars, að HSV telji sérstaka þörf á að benda Ísafjarðarbæ á að gott væri að hafa samráð við íþróttahreyfinguna og fagnefnd íþróttamála, þegar stórar ákvarðanir eru teknar í íþróttamálum. Stjórn HSV gefur þannig í skyn að slíkt samráð sé ekki haft.
Þann 5. mars samþykkti bæjarstjórn þá tillögu sem er á dagskrá á þessum fundi íþrótta- og tómstundanefndar í dag: "Í-listi leggur til að íþrótta- og tómstundanefnd skoði hugmyndir þess efnis að hætt verði við vinnu við skipulag á Torfnessvæði og þær 10 milljónir króna sem ætlaðar voru til verkefnisins verði þess í stað nýttar til samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Sérstök áhersla yrði lögð á útipotta og endurbætur aðstöðunnar í víðu samhengi. Aðgengi, klefar, gufa og almenn íþróttaaðstaða yrðu til skoðunar í þessu samhengi."
Samráð við HSV fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar í málefnum íþróttafélaganna hefur árum saman verið inntak stefnu Ísafjarðarbæjar og ber samningur Ísafjarðarbæjar við HSV þess glögglega merki. Í samræmi við stefnu bæjarins í málaflokknum fól bæjarstjórn íþrótta- og tómstundanefnd að vinna skýrslu um uppbyggingu á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Þann 13. febrúar 2013 óskaði íþrótta- og tómstundanefnd eftir þarfagreiningu frá öllum íþróttafélögum Ísafjarðarbæjar innan HSV. Þann 10. júní voru þarfagreiningar félaganna lagðar fyrir nefndina og voru undirstaða þeirra uppbyggingaráætlunar sem samþykkt var í bæjarstjórn í upphafi árs 2014.
Þrátt fyrir þetta mikla samráð sem bæjarstjórn hefur lengi haft við HSV og þrátt fyrir að bæjarstjórn beini málum nú sem fyrr til íþrótta- og tómstundanefndar er alveg ljóst að lokaákvarðanir í málefnum sveitarfélagsins verða áfram í höndum bæjarstjórnar.
Nefndin tekur undir orð HSV um samráðsvettvang sveitarfélaga varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að slíkum samráðsvettvangi verði komið á fót.
Sif Huld Albertsdóttir og Þórir Karlsson, fulltrúar D-listans, lögðu fram eftirfarandi bókun: Íþrótta- og tómstundanefnd er fagnefnd Ísafjarðarbæjar og því ráðgefandi þegar kemur að stefnumótun í íþróttamálum bæjarins.
Á síðasta fundi nefndarinnar var einhugur um að skora á bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu. Málið tók hinsvegar óvænta stefnu, eftir að bæjarráð hafði falið formanni bæjarráðs að koma með tillögu að vinnulagi varðandi framtíðarskipulagninguna. Niðurstaðan var þvert á vilja nefndarinnar, Torfnesvinnan slegin af en í stað þess ákveðið að taka 10 miljónir og setja í hugmyndasamkeppni við hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Við fulltrúar sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundanefnd Ísafjarðarbæjar, leggjum til við bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu.
Guðrún Margrét Karlsdóttir, fulltrúi B- listans í nefndinni, lagði fram eftirfarandi bókun: Við framsóknarmenn erum ósátt við að taka þessa vinkilbeygju og viljum halda áfram að skipuleggja Torfnessvæðið. Við teljum að það sé of kostnaðarsamt að byggja upp við Austurvöll og svæðið býður ekki upp á framtíðarlausn þar.
Bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, leggur fram eftirfarandi bókun: Það skal skýrt tekið fram að tillaga Í-listans gengur aðeins út á að hætta við fyrirhugaða skipulagskeppni á Torfnesi, sem ætlaðar voru 10 m.kr. í. Eftir sem áður verður unnið deiliskipulag eftir því sem þörf krefur til að útbúa megi nýjan gervigrasvöll á aðalvellinum á Torfnesi.
Nefndin leggur áherslu á að hún komi að þarfagreiningu vegna fyrirhugaðrar hönnunarsamkeppni Sundhallar Ísafjarðar.
Formaður nefndarinnar Benedikt Bjarnason, fulltrúi Í-listans, og bæjarstjóri, Gísli Halldór Halldórsson, lögðu fram eftirfarandi bókun við ályktun HSV: Það er óskiljanlegt, í tengslum við tillögu Í-listans frá 5. mars, að HSV telji sérstaka þörf á að benda Ísafjarðarbæ á að gott væri að hafa samráð við íþróttahreyfinguna og fagnefnd íþróttamála, þegar stórar ákvarðanir eru teknar í íþróttamálum. Stjórn HSV gefur þannig í skyn að slíkt samráð sé ekki haft.
Þann 5. mars samþykkti bæjarstjórn þá tillögu sem er á dagskrá á þessum fundi íþrótta- og tómstundanefndar í dag: "Í-listi leggur til að íþrótta- og tómstundanefnd skoði hugmyndir þess efnis að hætt verði við vinnu við skipulag á Torfnessvæði og þær 10 milljónir króna sem ætlaðar voru til verkefnisins verði þess í stað nýttar til samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Sérstök áhersla yrði lögð á útipotta og endurbætur aðstöðunnar í víðu samhengi. Aðgengi, klefar, gufa og almenn íþróttaaðstaða yrðu til skoðunar í þessu samhengi."
Samráð við HSV fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar í málefnum íþróttafélaganna hefur árum saman verið inntak stefnu Ísafjarðarbæjar og ber samningur Ísafjarðarbæjar við HSV þess glögglega merki. Í samræmi við stefnu bæjarins í málaflokknum fól bæjarstjórn íþrótta- og tómstundanefnd að vinna skýrslu um uppbyggingu á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins. Þann 13. febrúar 2013 óskaði íþrótta- og tómstundanefnd eftir þarfagreiningu frá öllum íþróttafélögum Ísafjarðarbæjar innan HSV. Þann 10. júní voru þarfagreiningar félaganna lagðar fyrir nefndina og voru undirstaða þeirra uppbyggingaráætlunar sem samþykkt var í bæjarstjórn í upphafi árs 2014.
Þrátt fyrir þetta mikla samráð sem bæjarstjórn hefur lengi haft við HSV og þrátt fyrir að bæjarstjórn beini málum nú sem fyrr til íþrótta- og tómstundanefndar er alveg ljóst að lokaákvarðanir í málefnum sveitarfélagsins verða áfram í höndum bæjarstjórnar.
Nefndin tekur undir orð HSV um samráðsvettvang sveitarfélaga varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að slíkum samráðsvettvangi verði komið á fót.
3.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007
Lagt fram minnisblað frá formanni nefndarinnar og bæjarstjóra þar sem lagt er til að gerðir verði uppbyggingasamningar við SFÍ og GÍ til eins árs. Einnig lagður fram grunnur að eðli uppbyggingasamninga, meðfylgjandi er greinagerð.
Nefndin samþykkir framlagðan grunn að eðli uppbyggingasamninga en óskar eftir að unnið verði eftir þeim línum sem lagðar voru á síðasta fundi þar sem formanni var falið að hitta fimm íþróttafélög um gerð uppbyggingasamninga.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Einning sátu fundinn Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir framkvæmdarstjóri HSV og Elísabet Bjarnadóttir tómstunda- og félagsmálafræði nemi.