Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
156. fundur 18. febrúar 2015 kl. 08:05 - 09:55 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðjón Már Þorsteinsson varamaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Jón Ottó Gunnarsson boðaði forföll og mætti Guðjón Þorsteinsson í hans stað.
Einnig sat fundinn framkvæmdarstjóri HSV Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram til kynningar verkefnalist nefndarinnar.

2.Uppbyggingarsamningar við íþróttafélög - 2015020007

Lagðar fram óskir íþróttafélaga til Ísafjarðarbæjar um uppbyggingarsamninga vegna uppbygginga sem nýtist íþróttahreyfingunni. Málið var áður á dagskrá síðasta fundar 4. febrúar s.l.
Nefndin leggur til að farið verði í viðræður við SFÍ, KFÍ/Hörð, BÍ og GÍ og mið tekið af drögum að uppbyggingaáætlun sem félögin hafa sent inn. Uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja sem samþykkt var á síðasta ári og unnin í fullri sátt við íþróttahreyfinguna verður einnig höfð til hliðsjónar. Nefndin felur formanni að funda með félögum í samstarfi við HSV um næstu skref.
Önnur mál.
1. Nefndin skorar á bæjarstjórn að flýta framtíðarskipulagi á Torfnessvæðinu.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?