Íþrótta- og tómstundanefnd
1.Fjárhagsáætlun 2012 og þriggja ára áætlun - 2011080013
Gjaldskrár íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar verða uppfærðar um 5%.
Nefndin felur sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að námunda gjaldskrárnar eftir þörfum og bera upp til samþykktar á næsta fundi nefndarinnar.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að vallargjöld á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri verði samræmd við gjaldtöku fyrir 1/3 vallar á Torfnesi, Ísafirði.
Hildur Sólveig Elvarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
2.Rekstur íþróttasvæðis á Torfnesi - 2011100009
Nefndin leggur til að farið verði í viðræður við HSV um erindið er varðar yfirtöku á rekstri íþróttamannvirkja á Torfnesi, Ísafirði.
3.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095
Rætt um fyrirkomulag íbúaþings, sem haldið verður á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fimmtudaginn 10. nóvember n.k. klukkan 16.30.
Formaður vinnur í samstarfi við sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs að undirbúningi þingsins.
Firmamót Ívars í Boccia.
Íþrótta- og tómstundanefnd ákveður að senda lið til keppni.
Fundi slitið - kl. 17:00.