Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
153. fundur 14. janúar 2015 kl. 08:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Benedikt Bjarnason formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir aðalmaður
  • Þórir Karlsson aðalmaður
  • Guðrún Margrét Karlsdóttir aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Margrét Halldórsdóttir Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Fundinn sátu líka Guðný Stefanía Stefánsdóttir, formaður HSV, Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri HSV og Esther Ósk Arnórsdóttir, tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Jón Ottó Gunnarsson mætti ekki og enginn í hans stað.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Lagt fram til kynningar.

2.Ýmis erindi 2012-2014 - Ungmennafélag Íslands - 2012010006

Lagt fram bréf frá UMFÍ dagsett 12. desember s.l. þar sem sveitarfélögum er þakkað fyrir að standa við bakið á íþróttahreyfingunni með því að sjá þeim fyrir gistingu í húsnæði sínu. Jafnframt hvetur sambandsráðsfundur UMFÍ öll sveitarfélög til að leggja sitt af mörkum til þess að hópar fái gistingu á viðráðanlegu verði.
Lagt fram til kynningar.

3.Ýmis erindi 2012-2014 - Ungmennafélag Íslands - 2012010006

Lagt fram bréf frá UMFÍ dagsett 10. desember s.l. þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ til að taka að sér undirbúning og framkvæmd 28. Landsmóts UMFÍ árið 2017.
Lagt fram til kynningar.

4.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Lagt fram bréf frá Boltafélagi Ísafjarðar dagsett þann 26. nóvember s.l.vegna málefnis er varða BÍ og vallarhúsið á Torfnesi. Málinu var frestað frá síðasta fundi.
Nefndin felur starfsmanni að skoða þann möguleika að flytja lyftingaaðstöðuna í vallarhúsinu í annað húsnæði.

5.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2014 - 2014120067

Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2014. Sjö tilnefningar bárust nefndinni um íþróttamann Ísafjarðarbæjar að þessu sinni. Átta tilnefningar bárust um efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar
Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt sunnudaginn 18. janúar n.k. kl. 16:00 í hófi sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Nefndin mun veita íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2014 peningaverðlaun kr. 100.000.-.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?