Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106
Drög að umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar lögð fram að nýju.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar. Nefndin hvetur HSV til að kynna uppfærðar reglur vel fyrir íþróttafélögum.
2.Íþróttavika 2023 - 2023090019
Framkvæmdastjóri HSV kynnir drög að dagskrá íþróttaviku 2023 sem haldin verður 23.-30. september.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í dagskránna og telur Íþróttavikuna góða viðbót í heilsueflandi samfélagi.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3.Gjaldskrár 2024 - 2023040034
Gjaldskrár fyrir íþrótta- og tómstundamál Ísafjarðarbæjar lagðar fram til fyrstu umræðu.
Vinnugögn kynnt.
Gestir
- Edda María Hagalín
- Bryndís Ósk Jónsdóttir
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, leggur til að mál 2023090019 Íþróttavika 2023 verði tekið á dagskrá íþrótta- og tómstundanefndar með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 3. liður á dagskrá.