Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
243. fundur 06. september 2023 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Þorleifur Ingólfsson og Þráinn Ágúst Arnaldsson mættu ekki til fundar og enginn í þeirra stað.

Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar, leggur til að mál 2023090019 Íþróttavika 2023 verði tekið á dagskrá íþrótta- og tómstundanefndar með afbrigðum.
Tillagan samþykkt samhljóða og verður þá málið 3. liður á dagskrá.

1.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106

Drög að umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar lögð fram að nýju.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærðar umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar. Nefndin hvetur HSV til að kynna uppfærðar reglur vel fyrir íþróttafélögum.

2.Íþróttavika 2023 - 2023090019

Framkvæmdastjóri HSV kynnir drög að dagskrá íþróttaviku 2023 sem haldin verður 23.-30. september.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í dagskránna og telur Íþróttavikuna góða viðbót í heilsueflandi samfélagi.

Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrár 2024 - 2023040034

Gjaldskrár fyrir íþrótta- og tómstundamál Ísafjarðarbæjar lagðar fram til fyrstu umræðu.
Vinnugögn kynnt.

Gestir

  • Edda María Hagalín
  • Bryndís Ósk Jónsdóttir

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?