Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
1.Endurskoðun samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar - 2023 - 2023060026
Lagður fram til endurskoðunar gildandi samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og Héraðssambands Vestfirðinga en hann rennur út 31. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
2.Frisbígolfvöllur - 2022080054
Lagt fram erindi Hákons Guðjónssonar f.h. Frisbígolffélagsins Nökkva dags. 20. maí 2023 þar sem óskað er eftir afnotum af svæði fyrir ofan íþróttahúsið á Torfnesi fyrir frisbígolfvöll.Jafnframt biður félagið um svæði inn í Dagverðardal fyrir frisbígolfvöll og til vara er óskað eftir að setja upp 6 körfu völl á æfingarsvæði Golfklúbbs Ísafjarðar.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar frumkvæði Frisbígolffélagsins Nökkva. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram.
3.Knattspyrnusvæði á Torfnesi - 2023 - 2023060095
Axel Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs, og Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Ísafirði, koma fyrir fundinn til að ræða framkvæmdir vegna nýs gervigrass á Torfnesi.
Með hliðsjón af öryggiskröfum KSÍ þarf annað hvort hlaupabrautin að víkja eða göngustígurinn að hliðrast, sem þýðir að fórna yrði bílastæðunum við knattspyrnuvöllinn. Íþrótta- og tómstundanefnd telur heppilegra að hlaupabrautin á Torfnesi víki frekar og óskar eftir afstöðu bæjarráðs.
4.Íþróttahús Torfnesi 2022 - 2022020074
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 18. júní 2023 varðandi stöðuna á íþróttahúsinu á Torfnesi.
Íþrótta- og tómstundnefnd telur brýnt að komið verði fyrir setustofu í íþróttahúsinu og felur starfsmanni nefndarinnar að koma því í farveg. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að settur verði upp raka- og loftgæðamælir í húsið.
5.Framtíðarskipulag Torfnes - Starfshópur - 2020090001
Kjartan Árnason, arkitekt, mætir fyrir fundinn til að kynna fyrstu drög að framtíðarskipulagi íþróttamannvirkja á Torfnessvæðinu. Lögð fram þarfagreining sem starfshópur um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnessvæði vann árið 2021-2022.
Verkefni starfshóps um framtíðarskipulag íþróttamannvirkja á Torfnesi var að útbúa þarfagreiningu út frá hugmyndum íþróttahreyfingarinnar sem og annarra bæjarbúa. Í framhaldi var Kjartan Árnason, arkitekt, fenginn til að gera tillögu að rýmisgreiningu af svæðinu út frá þarfagreiningunni, sem lagðar voru fram í dag. Með hliðsjón af framangreindum tillögum telur íþrótta- og tómstundanefnd að vinnu starfshópsins sé lokið og þarf nú að finna framkvæmdum stað með deiliskipulagsbreytingum.
Leggur nefndin til við bæjarráð að finna þessu stað í deiliskipulagi.
Leggur nefndin til við bæjarráð að finna þessu stað í deiliskipulagi.
Gestir
- Kjartan Árnason - mæting: 09:00
- Axel Överby, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 09:00
6.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106
Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 18. júní 2023 varðandi reglur um öryggi í íþrótthúsum.
Nefndin felur starfsmanni að koma með lokadrög að reglum fyrir næsta fund.
Fundi slitið - kl. 10:10.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?