Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
240. fundur 05. apríl 2023 kl. 08:15 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

Þráinn Ágúst Arnaldsson mætti ekki til fundarins og enginn í hans stað.

1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lagt fram erindi Þorbjargar Gunnarsdóttur, forstöðumanns íþróttamiðstöðvar á Þingeyri, dags. 15. febrúar 2023 varðandi afsláttakjör á líkamsræktarkortum.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir ábendinguna og mun taka hana til greina við vinnu fjárhagsáætlunar haustið 2023.

2.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105

Lagðar fram umsagnir frá blakdeild Vestra dags. 27. febrúar 2023 og aðalstjórn Vestra dags. 28. febrúar 2023 varðandi endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem umsagnirnar eru teknar saman.
Starfsmanni nefndarinnar falið að leggja fram ný drög að reglum fyrir næsta fund.

3.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106

Lagðar fram umsagnir varðandi umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar frá körfuknattleiksdeild Vestra og aðalstjórn Vestra dags. 4. mars 2023. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 31. mars 2023 þar sem umsagnirnar eru teknar saman.
Starfsmanni nefndarinnar falið að leggja fyrir ný drög að umgengnisreglum fyrir næsta fund íþrótta- og tómstundanefndar.

4.Börn af erlendum uppruna og íþróttir - 2023030164

Lagður fram kynningarbæklingur frá ÍSÍ og UMFÍ um mikilvægi þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi.
Lagt fram til kynningar.

5.Ánægjuvogin 2022 - 2023030166

Lagðar fram niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2022 á Vestfjörðum sem unnar eru af Rannsóknum og greiningu fyrir UMFÍ og ÍSÍ.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?