Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Gjaldskrár 2023 - 2022050015
Lagt fram erindi Þorbjargar Gunnarsdóttur, forstöðumanns íþróttamiðstöðvar á Þingeyri, dags. 15. febrúar 2023 varðandi afsláttakjör á líkamsræktarkortum.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir ábendinguna og mun taka hana til greina við vinnu fjárhagsáætlunar haustið 2023.
2.Endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ - 2023010105
Lagðar fram umsagnir frá blakdeild Vestra dags. 27. febrúar 2023 og aðalstjórn Vestra dags. 28. febrúar 2023 varðandi endurskoðun á reglum fyrir val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem umsagnirnar eru teknar saman.
Starfsmanni nefndarinnar falið að leggja fram ný drög að reglum fyrir næsta fund.
3.Endurskoðun á umgengnisreglum í íþróttamannvirkjum Ísafjarðabæjar - 2023010106
Lagðar fram umsagnir varðandi umgengnisreglur í íþróttamannvirkjum Ísafjarðarbæjar frá körfuknattleiksdeild Vestra og aðalstjórn Vestra dags. 4. mars 2023. Jafnframt lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 31. mars 2023 þar sem umsagnirnar eru teknar saman.
Starfsmanni nefndarinnar falið að leggja fyrir ný drög að umgengnisreglum fyrir næsta fund íþrótta- og tómstundanefndar.
4.Börn af erlendum uppruna og íþróttir - 2023030164
Lagður fram kynningarbæklingur frá ÍSÍ og UMFÍ um mikilvægi þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi.
Lagt fram til kynningar.
5.Ánægjuvogin 2022 - 2023030166
Lagðar fram niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2022 á Vestfjörðum sem unnar eru af Rannsóknum og greiningu fyrir UMFÍ og ÍSÍ.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Þráinn Ágúst Arnaldsson mætti ekki til fundarins og enginn í hans stað.