Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
Bragi boðaði forföll en enginn mætti í hans stað.
1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027
Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar þar sem fram kemur staða mála.
Nefndin fagnar því að framvegis verði lagður fram verkefnalisti í upphafi hvers fundar.
2.Ýmis erindi 2012-2014 - Ungmennafélag Íslands - 2012010006
Lögð fram bréf frá UMFÍ dagsett 28. febrúar s.l. þar sem auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ vegna Landsmóts UMFÍ 50+ 2016 og unglingalandsmóts UMFÍ 2017. Framkvæmdarstjóri HSV gerði grein fyrir því að sótt verði um landsmót 50+ 2016.
Nefndin fagnar því að sótt verði um mótið.
3.Þriggja ára áætlun og fimm ára áætlanir - 2014020113
Lögð fram vinnugögn vegna vinnu við gerð 5 ára áætlunar Ísafjarðarbæjar.
Nefndin sátt við þá vinnu sem farið hefur fram. Sér áætlun verður skilað fyrir skíðasvæðið þegar nefnd sem vinnur að framtíð þess hefur lokið störfum.
4.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095
Lögð fram lokadrög að uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja í Ísafjarðarbæ
Nefndin hefur nú lokið vinnu við uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?