Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
235. fundur 05. október 2022 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson aðalmaður
  • Þráinn Ágúst Arnaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, situr fundinn sem áheyrnarfulltrúi.
Heiðar Birnir Torleifsson, yfirþjálfari íþróttaskóla HSV, sat fundinn undir þessum lið.

1.Erindi frá HSV 2022 - 2022090137

Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, og Heiðar Birnir Torleifsson, yfirþjálfari íþróttaskóla HSV, kynna fyrir nefndarfólki sýn HSV á framtíð íþróttastarfs í Ísafjarðarbæ.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fulltrúum HSV fyrir góða kynningu.

2.Þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar fyrir árin 2022-2027 (uppbyggingaráætlun) - 2021080069

Lögð fram þarfagreining aðildarfélaga HSV og bæjarstjórnar ásamt minnisblaði Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 28. september 2022 varðandi uppbyggingarsamninga Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að auglýsa eftir umsóknum frá aðildarfélögum HSV um uppbyggingarsamninga fyrir árið 2023 með þeim breytingum sem nefndin kallar eftir.

3.Endurskoðun íþrótta- og tómstundastefnu haust 2016 - 2016110023

Lögð fram til kynningar núgildandi íþrótta- og tómstundastefna Ísafjarðarbæjar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að gera breytingar á íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar og leggja fyrir nefndina að nýju á næsta fundi.

4.Endurskoðun fyrirkomulags Vinnuskólans í Ísafjarðarbæ - 2022090138

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, þar sem lagt er til að farið verði í heildarendurskoðun á fyrirkomulagi Vinnuskólans.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að kalla eftir hugmyndum grunnskólanema á unglingastigi í Ísafjarðarbæ um fyrirkomulag vinnuskólans.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?