Íþrótta- og tómstundanefnd
Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
Dagskrá
1.Verkaskipting á kappleikjum í íþróttahúsinu á Torfnesi. - 2014020062
Lagt fram bréf frá KFÍ þar sem óskað er eftir aukinni þjónustu á kappleikjum í tveimur efstu deildum Íslandsmóts meistaraflokka, þar sem almenningi er seldur aðgangur.
Nefndin leggur áherslu á að reglur um kappleiki eru skýrar, hún er hinsvegar ekki tilbúin til að samþykkja aukningu stöðugilda. Nefndin felur starfsmanni að skoða hvort mögulegt er leysa málið án kostnaðarauka.
2.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095
Lagðar fram athugasemdir frá almenningi varðandi uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar.
Unnið að uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja, farið yfir þær umsagnir sem komu frá almenningi. Stefnt að því að klára áætlunina á næsta fundi.
3.Ósk frá Stormi um samstarfssamning - 2014020071
Lagt fram bréf Hestamannafélaginu Stormi, dagsett 18. febrúar 2014, þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við Ísafjarðarbæ vegna reiðahallarinnar í Dýrafirði.
Nefndin leggur til að hafnar verði viðræður við félagið með það að leiðarljósi að gerður verði viðaukasamningur við verkefnasamning Ísafjarðarbæjar og HSV.
Önnur mál
a)Útipottar á Flateyri. Margrét gerði grein fyrir pottum sem setja á upp á útisvæði íþróttamiðstöðvarinnar á Flateyri
b)Skóla- og tómstundasvið, fimm ára áætlun. Nefndin áformar að halda vinnufund 12. mars n.k. vegna fimm ára áætlunar.
a)Útipottar á Flateyri. Margrét gerði grein fyrir pottum sem setja á upp á útisvæði íþróttamiðstöðvarinnar á Flateyri
b)Skóla- og tómstundasvið, fimm ára áætlun. Nefndin áformar að halda vinnufund 12. mars n.k. vegna fimm ára áætlunar.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Er hægt að bæta efnið á síðunni?
Einning sat fundinn Pétur Markan framkvæmdastjóri HSV.