Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
232. fundur 31. ágúst 2022 kl. 13:00 - 14:50 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir formaður
  • Jónína Eyja Þórðardóttir varaformaður
  • Wojciech Wielgosz aðalmaður
  • Þráinn Ágúst Arnaldsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Þorleifur Ingólfsson boðaði forföll og varamaður komst ekki í hans stað.

Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar. Jafnframt kynnir Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, hlutverk nefndarinnar og fer yfir siðareglur.
Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun erindisbréfa nefnda Ísafjarðarbæjar 2022 - 2021050007

Lagt fram erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar Ísafjarðarbæjar.
Erindisbréf fyrir íþrótta- og tómstundanefnd lagt fram til kynningar. Nefndin samþykkir að Hafdís Gunnarsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, verði ritari nefndarinnar og að fundir verði haldnir 1. og 3. miðvikudag í mánuði kl.8:15.

3.Framkvæmdaáætlun 2023 til 2033 - 2022050016

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun Ísafjarðarbæjar 2023-2033, þar sem óskað er eftir tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd um verkefni og markmið í íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.
Jafnframt er lagt fram til kynningar minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 29. ágúst 2022, vegna tillagna til nefndarinnar vegna framkvæmdaáætlunar.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram.

4.Gjaldskrár 2023 - 2022050015

Lögð fram gjaldskrá fyrir íþróttamannvirki ísafjarðarbæjar 2023, vegna endurskoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2021.
Málinu frestað til næsta fundar.
Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

5.Frisbígolfvöllur - 2022080054

Lagt fram erindi Hákons Dags Guðjónssonar, dags. 19. ágúst 2022, varðandi uppsetningu á frisbígolfvelli í Skutulsfirði. Jafnframt er lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að setja sig í samband við bréfritara til að koma málinu áfram.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?