Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
228. fundur 01. desember 2021 kl. 08:15 - 09:45 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir varaformaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður
  • Sævar Þór Ríkarðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá
Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri HSV, sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

B. Karen Gísladóttir boðaði forföll og komst enginn í hennar stað.

1.Uppbyggingaráætlun 2022 - 2021080069

Lögð fram drög að uppbyggingaáætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027 sem unnin er út frá þarfagreiningu aðildarfélaga HSV.
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar 2022-2027 til bæjarstjórnar til samþykktar.

2.Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021 - 2021110083

Val á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2021, efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2021 ásamt hvatningarverðlaunum. Lagðar fram tilnefningar aðildarfélaga HSV.
Nefndin tók einróma ákvörðun um valið og verður sú ákvörðun kynnt í hófi sem haldið verður þann 28. desember 2021 kl.17:00 í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Fundi slitið - kl. 09:45.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?