Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
145. fundur 04. desember 2013 kl. 16:15 - 18:00 í fundarsal 2.hæð
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varaformaður
  • Gauti Geirsson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Patrekur Súni Reehaug íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Patrekur Súni
Dagskrá

1.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Forsvarsmanni Kraftlyftingafélagsins Víkings boðið á fund nefndarinnar.
Sigfús Fossdal, formaður Víkings, gerði grein fyrir hugmyndum sínum varðandi rekstur Vallarhúsins. Nefndin þakkar formanni Víkings fyrir hans vinnu og hugmyndir. Nefndin mun hafa hugmyndir formanns Víkings og Kristjáns Þórs Kristjánssonar, formanns unglingaráðs BÍ að leiðarljósi í áframhaldandi vinnu nefndarinnar að lausn málsins.

2.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Lögð loka hönd á vinnuplagg.
Lögð fram til kynningar og umræðu umsögn HSV um uppbyggingaráætlun íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar. Framkvæmdastjóri HSV hvetur nefndina til að hafa hugmyndir formanna aðildarfélaga HSV að leiðarljósi við vinnslu málsins. Nefndin leggur til að starfsmenn bæjarins útfæri dálk á heimasíðu bæjarins þar sem almenningur getur komið með hugmyndir að uppbyggingu á íþróttamannvirkjum bæjarins.
3. Önnur mál
Margrét Halldórsdóttir, sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, kynnti fyrir nefndinni að hugmyndir væru uppi um að gefa skíðalyftum nöfn og efna til nafnasamkeppni á skíðabrautir.
Nefndin tekur vel í hugmyndirnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?