Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
144. fundur 21. nóvember 2013 kl. 16:15 - 18:00 í skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar
Nefndarmenn
  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir varaformaður
  • Gauti Geirsson aðalmaður
  • Kristján Óskar Ásvaldsson formaður
  • Nanný Arna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Bragi Rúnar Axelsson aðalmaður
  • Margrét Halldórsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
  • Patrekur Súni Reehaug íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Patrekur Súni Reehaug, íþróttafulltrúi.
Dagskrá

1.Rekstur á lyftingaaðstöðu í Vallarhúsi - 2013060084

Til fundar mætti Kristján Þór Kristjánsson, formaður unglingaráðs BÍ.
Kristján Þór Kristjánsson, formaður unglingaráðs BÍ gerði grein fyrir hugmyndum Boltafélagsins varðandi rekstur Vallarhúsins.
Nefndin frestar málinu þar til Kraftlyftingafélagið hefur kynnt sínar hugmyndir.
Lagðar fram reglur um val á Íþróttamanni Ísfjarðarbæjar.

2.Íþróttamaður ársins 2013 - 2013110042

Lagðar fram reglur um val á Íþróttamanni Ísafjarðarbæjar.
Nefndin samþykkir að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum. Nefndin ákveður að útnefning íþróttarmanns Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2013 verði sunnudaginn 19.jan 2014. Þá leggur nefndin til við bæjarstjórn að íþróttarmanni Ísafjarðarbæjar verði veitt peningaverðlaun að upphæð kr.100.000.

3.Verkefnasamningur HSV og Ísafjarðarbæjar 2010 - 2010010032

Lagt fram bréf frá HSV þar sem fram kemur tillaga að breytingum á 7.gr skilgreiningar í verkefnasamningi HSV og Ísafjarðarbæjar.
Nefndin leggur til að 7. grein breytist og verði eftirfarandi:
7.gr Vallarhús.
Ræsting í Vallarhúsi neðri hæð stiga og sameiginlegu rými á efri hæð. Ísafjarðarbær leggur til áhöld og efni til ræstinga. Íþróttafélag leggur til vinnu allt að fjórar klst. á viku. Athuga skal með húsið tvisvar í viku. Annað skiptið skal fara yfir salerni og tæma ruslafötur en hitt skiptið einnig fara yfir gólf og þurrka af ef þurfa þykir. Vinna þessi er unnin frá byrjun september til loka maí.

4.Stefnumótun í íþrótta- og tómstundamálum Ísafjarðarbæjar - 2011030095

Vinnuplagg uppbyggingaráætlunar íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar lagt fram.
Nefndin óskar eftir umsögn HSV um drög að uppbyggingaráætluninni.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?