Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
222. fundur 21. apríl 2021 kl. 08:10 - 09:30 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Kristján Jónsson varamaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Hafdís Gunnarsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti fræðslunefndar - 2014030064

Lagður fram verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar.
Staða verkefnalista kynnt.

2.Breyting á starfi forstöðumanns - 2021040043

Lagt fram minnisblað Hafdísar Gunnarsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 15. apríl 2021, þar sem lagt er til við bæjarráð að taka afstöðu til þess hvort fela eigi forstöðumanni skíðasvæðisins að hafa yfirumsjón með golfvellinum í Tungudal. Jafnframt er lagt til við bæjarráð á málinu verði vísað inn í íþrótta- og tómstundanefnd til umsagnar.

Á 1149. fundi bæjarráðs, þann 19. apríl 2020, var málinu vísað til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Íþrótta- og tómstundanefnd telur hugmyndina áhugaverða. Aftur á móti telur hún að skilgreina þurfi nánar verkefni og umfang svo liggi ljóst fyrir að forstöðumaður anni bæði heilsársnotkun skíðasvæðis og svo golfvelli.

3.Reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar - 2021030116

Lagðar fram til samþykktar reglur um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Ísafjarðarbæjar, auk minnisblaðs Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 29. mars 2021, vegna málsins.

Á 1148. fundi bæjarráðs, þann 12. apríl 2021, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar nefndarinnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við reglurnar.

4.Viðburðir og hátíðahöld í Ísafjarðarbæ 2021 - 2021010109

Lögð fram skýrsla skíðavikustjóra.
Máli frestað til næsta fundar.

5.Öryggismál í sundlaugum í Ísafjarðarbæ - 2021040052

Mál sett á dagskrá að beiðni formanns.
Íþrótta- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra að koma með öryggisáætlun varðandi sundlaugar í Ísafjarðarbæ og leggja fyrir næsta fund.

6.Uppbyggingasamningar 2021 - 2021040051

Lagt fram erindi frá HSV varðandi uppbyggingasamninga 2021.
Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir tillögur HSV varðandi ferli umsókna um uppbyggingasamninga skv. 17. gr. samstarfssamnings HSV og Ísafjarðarbæjar. Nefndin leggur jafnframt mikla áherslu á að fjármagn verði tryggt í uppbygginasamninga fyrir árið 2022.
Kristján Þór Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið.

7.Samningur um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi - 2021040038

Lögð fram til samþykktar drög að samningi um umsjá knattspyrnuvalla á Torfnesi og 1. hæð í vallarhúsi Torfnesi.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.
Kristján Þór Kristjánsson vék af fundi undir þessum lið.

8.Leiguíbúðir og húsaleigustyrkur 2021 til Vestra - 2021040014

Lagður fram tölvupóstur Bjarka Stefánssonar, framkvæmdastjóra HSV, dags. 17. mars 2021, ásamt bréfi aðalstjórnar Vestra, dags. 8. mars 2021, þar sem upplýst er um 4,4m kr. húsaleiguskuld félagsins á árunum 2019-2020, og óskað aukins styrks frá sveitarfélaginu vegna leigugreiðslna á árinu 2021.

Jafnframt lagt fram erindi Guðfinnu Hreiðarsdóttur, formanns íþróttafélagsins Vestra, dags. 5. febrúar 2021, til HSV, vegna stöðu íþróttastarfs vegna Covid-19. Að auki lagt fram yfirlit yfir tekjutap íþróttafélaganna á árunum 2020 og 2021 vegna Covid-19, samantekið af Bjarka Stefánssyni, framkvæmdastjóra HSV.

Á 1148. fundi bæjarráðs þann 12. apríl 2021 var málinu vísað til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd hefur skilning á erfiðri fjárhagsstöðu íþróttafélaga á tímum Covid-19. Hinsvegar leggur hún mikla áherslu á að jafnræðis sé gætt innan íþróttahreyfingarinnar þegar kemur að fjárútlátum og styrkjum frá Ísafjarðarbæ.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?