Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
219. fundur 15. janúar 2021 kl. 10:00 - 10:20 í fjarfundarbúnaði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Ráðning sviðsstjóra Skóla- og tómstundasviðs 2020 - 2020120066

Lagt fram minnisblað Bryndísar Óskar Jónsdóttur, sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, dags. 17. desember 2020.
Á 1135. fundi bæjarráðs, þann 21. desember 2020, vísaði bæjarráð tillögu um sameiningu velferðarsviðs og skóla- og tómstundasviðs, til umsagnar.
Á 1136. fundi bæjarráðs þann 11. janúar 2020, vísaði bæjarráð málinu til umsagnar í íþrótta- og tómstundanefnd, þar sem óskað er eftir að nefndin taki afstöðu til þess hvort sameina ætti sviðin, bæði út frá staðsetningu skrifstofa og verkefnum.
Það er mat íþrótta- og tómstundanefndar að sameining sviðanna sé ekki tímabær að svo stöddu. Þessi svið standa fyrir stórum málaflokkum og ljóst er að vinna við sameiningu á þeim sé mikil vinna sem mun taka töluverðan tíma.

Fundi slitið - kl. 10:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?