Íþrótta- og tómstundanefnd

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
214. fundur 21. október 2020 kl. 08:10 - 09:20 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Elísabet Samúelsdóttir formaður
  • Sif Huld Albertsdóttir varaformaður
  • Baldvina Karen Gísladóttir aðalmaður
  • Gylfi Ólafsson aðalmaður
  • Kristján Þór Kristjánsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Fundargerð ritaði: Stefanía Helga Ásmundsdóttir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Dagskrá

1.Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar - 2014030027

Verkefnalisti íþrótta- og tómstundanefndar lagður fram til kynningar.
Verkefnalisti kynntur.

2.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2021.
Gjaldskrá lögð fram til kynningar og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

3.Fjárhagsáætlun 2021 - 2020050032

Lögð fram gjaldskrá íþróttamannvirkja til HSV.
Gjaldskrá lögð fram til kynningar og vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

4.Samningur við foreldrafélag skíðabarna - 2020100052

Lagður fram samningur við foreldrafélag skíðabarna síðan 2002 til endurskoðunar.
Lagður fram til kynningar. Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.

5.Uppbyggingasamningar 2020 - 2019080035

Lagt er fram minnisblað sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs um tillögu til samþykktar á breytingu á uppbyggingasamningum til eins árs 2021.
Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að breytingar á tillögu sviðsstjóra á uppbyggingasamningum verði þannig að bæði verði hægt að nýta til uppbyggingar eða taps vegna Covid-19 á árinu 2020 og íþróttafélög geti sótt um bæði.
Mikilvægt er að koma til móts við félög sem hafa orðið fyrir höggi vegna Covid-19. Eftir fyrstu bylgju faraldursins kom ríkið með fjármagn inn til ÍSÍ til að standa straum af kostnaði íþróttafélagana. Miðað við frétt frá ÍSÍ sem birtist þann 03.09.2020 er það ósk sambandsins að ríkið komi einnig til móts við íþróttafélög vegna bylgjunnar sem nú er í gangi. Telur íþrótta- og tómstundanefnd því mikilvægt að bíða og sjá hvernig og hvort ÍSÍ fái fjármagn sem íþróttafélög geti sótt um vegna bylgju tvö og þrjú.

6.Endurskoðun á samstarfssamning 2020 - 2019110044

Lagður fyrir samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og HSV fyrir árið 2021 til samþykktar með viðaukum.
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir samstarfssamning með viðaukum og leggur til samþykktar í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?